Halti Billi á Írskum dögum

Um viðburðinn

Húsið opnar kl 20:30 og Leikritið sjálft hefst um 21.

Halti Billi eftir Martin McDonaugh í uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur í samvinnu við Grunnskólann á Hólmavík og leikstjórn Skúla Gautasonar.

„Halti Billi gerist á Írlandi, eins og flest verka McDonagh. Sagan á sér stað í Inishman á Araneyjum árið 1934, einmitt þegar tökulið frá Hollywood er við störf á nærliggjandi eyju. Viðburður sem þessi hefur vissulega mikil áhrif á smábæjarlífið og margir sjá fyrir sér að nú sé tækifærið til að flýja fátækt, slúður og almenn leiðindi. Billi er þar engin undantekning en þó er hann bæði munaðarlaus og fatlaður og því ekki beint það sem Hollywood leitar að, eða hvað?“ 

Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.