Gleym-mér-Eyjar - Forget-Me-Nots

Um viðburðinn

Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sýnir íslensk-breski leikhópurinn Rokkur Friggjar nýtt verk. Verkið heitir Forget-Me-Nots eða Gleym-mér-Eyjar og gerist í Hvalfirðinum árið 1940.

Siggi og Gréta ólust upp saman. Þau spiluðu fótbolta saman, þau fóru á böll saman og þegar herinn kom, fóru þau að vinna í bröggunum saman.
Svo kom Thomas.
Bæði Siggi og Gréta hrifust af myndarlega breska dátanum, en Siggi og Thomas áttu saman leyndarmál sem gæti breytt öllu. 

Leikritið er ástandssaga frá nýju sjónarhorni og sýnir ástarsamband milli tveggja karlmanna. Þessi hlið ástandsins hefur fengið litla sem enga umfjöllun og vildi hópurinn breyta því. 

Sýningin er samstarfsverkefni íslenskra og enskra listamanna og fer því fram á ensku. 

Leikarar:
David Fenne
Fannar Arnarsson
Halla Sigríður Ragnarsdóttir

Höfundur og leikstjóri: 
Anna Íris Pétursdóttir

Ljósahönnun: 
James Rodd

Tónlist: 
Viktor Ingi Guðmundsson

Sviðsmynd og sýningarstjórn:
Sophie Nicholls