Rauða skáldahúsið: Dauðasyndirnar sjö

Um viðburðinn

”En ég vil ekki þægindi. Ég vil Guð, ég vil skáldskap, ég vil raunverulega hættu, ég vil frelsi, ég vil gæsku. Ég vil synd.„ -- Aldous Huxley, Veröld ný og góð

29. mars opnar Rauða Skáldahúsið dyr sínar á ný til að fagna dauðasyndunum sjö. Frelsaðu og fullnægðu fýsnum þínum með ljóðlist í einrúmi á framandi málum þessa heims – og ef til vil þess næsta. Gerðu samning við Mephistopheles – seldu sálu þína fyrir syndsamlega líkamsmálningu Violet Fire. Leyfðu dansinum að duna með lifandi tónlist The Keystone Swingers og Gleðikvennanna, undir dáleiðslu fimleikara og tælandi burlesque dansara. Einkaljóðalestrar eru í boði, og lyfjaflöskur af dauðasyndunum sjö eru til sölu – ef þú leggur lífið að veði. Norn hússins er á sínum stað og spáir í spil: enginn forðast örlög sín en hún getur leiðbeint þér í gegnum nóttina. 

Glæsileg tveggja rétta máltíð byggð á dauðasyndunum er í boði fyrir sýningu í sérstökum Græðgis Pakka, sem felur einnig í sér aukalegan tíma með skemmtikröftum kvöldsins og einn einkalestur.

Verð er 3000 krónur fyrir aðgang að Rauða skáldahúsin. 50% stúdentaafsláttur. Einkalestrar kosta aukalegar 750 krónur stykkið. 

Græðgis Pakkinn er á 8000 krónur, og innifelur aðgang að Rauða skáldahúsinu með einum einkalestri ásamt tveggja rétta máltíð með fordrykk inniföldum.

Húsið opnar klukkan 19:00 fyrir þá sem eru sólgnir í matarveislu, en klukkan 20:00 fyrir þá sem telja sig lata.

Gestir eru hvattir til að klæða sig samkvæmt þeirri synd sem hentar þeim best.