Once Upon a Deadpool

Lýsing

Once Upon a Deadpool er glæný útgáfa af hinni stórvinsælu Deadpool 2 þar sem búið er að „mixa“ myndina upp á nýtt í sannkölluðum Deadpool-stíl. 

Málaliðinn Wade Wilson er, eins og kunnugt er, andhetja með hjarta úr gulli. Hins vegar hefur hann lengi átt við vandamál að stríða í tengslum við vægðarlausar aðferðir sínar og orðbragð, en í tilefni jólanna og með tillit til yngri áhorfenda lofar hann að vera stilltur í kringum hátíðirnar. 

Once Upon a Deadpool er hlaðin nýjum senum og bröndurum sem ættu að hitta í mark hjá aðdáendum kappans. Í myndinni segir Wade söguna af því þegar hann berst við tímaflakkarann Cable og kallar til leiks fleiri ofurhetjur með samtakamætti sínum.

Sjáðu Deadpool 2 eins og þú hefur aldrei séð hana áður!

Sýnishorn

Sýnishorn frá

Sýningartímar

Smárabíó

Smáralind, 200 Kópavogur

Lau 15.12 Sun 16.12 Mán 17.12 Þri 18.12 Mið 19.12 Fim 20.12 Fös 21.12
Kl. 20:00