André Rieu: Shall we dance?

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Árlegir tónleikar Andrés Rieu sem fram fara í Maastrict, heimabæ tónlistarmannsins, laða að sér aðdáendur um allan heim. Torg miðaldabæjarins er stórkostlegur bakgrunnur ógleymanlegra tónleika sem eru glæddir húmor, gleði og töfrandi tónum sem höfða til tilfinninga áhorfenda af öllum aldurshópum. 

André Rieu býður til dansveislu sem haldin verður í Maastrict. Hinir árlegu tónleikar fara að þessu sinni fram undir heitinu „Shall we Dance“.

Valsaðu inn í nóttina með André Rieu – glæsilegur valsinn hefur verið André slíkur innblástur á ferlinum að takturinn hefur að mörgu leyti orðið leiðarstef í lífi meistarans. Í ár vekur hinn mikilsvirti tónlistarmaður valsinn til lífsins eina ógleymanlega kvöldstund helgaðri tónlist og dönsum.

Sumarnætur eru til að dansa í og þið viljið ekki missa af þessari veislu! Búið ykkur undir að láta heillast upp úr skónum í töfrandi fögnuði til heiðurs dansinum á hvíta tjaldinu í Háskólabíói.

Sláist í för með sjálfum meistaranum og njótið dýrðlegrar kvöldstundar þar sem tónlist og dans fara saman, sópransöngkonur á heimsmælikvarða stíga á svið auk hinna undraverðu

Platínutenóra. Fram koma óvæntir gestir og áhorfendur geta búið sig undir heilmikið sjónarspil. Krækið ykkur í miða á fremsta bekk og upplifið þennan stórbrotna tónlistarviðburð á hvíta tjaldinu. Áhorfendur fá að kíkja baksviðs, horfa á viðtöl við André og einstaka gesti hans, auk alls hins óvænta sem fyrir augu ber. 

Eigum við að dansa? 

Þessi einstaka upplifun er aðeins í boði aðeins þessa einu helgi. Laugardaginn 27. júlí og sunnudaginn 28. júlí.

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar