André Rieu: Nýárstónleikar

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Stórstjarnan André Rieu snýr aftur á hvíta tjaldið með glænýja og stórbrotna áramótasýningu frá Event Cinema!

Konungur valsanna gefur milljónum aðdáenda um allan heim kost á að njóta hinna geysivinsælu Nýárstónleika sem teknir eru upp í Sydney, Ástralíu. Að þessu sinni býður André Rieu áhorfendum upp á sannkallaða hátíðartónleika sem fara fram í glæsilegu Ráðhúsinu í Sydney. Um er að ræða fyrstu uppfærsluna í fullri lengd frá Piece of Magic Entertainment, sem er leiðandi dreifingaraðili Event Cinema.

Sláist í för með sjálfum meistaranum og njótið töfrandi kvöldstundar þar sem tónlist og dans fara saman, sópransöngkonur á heimsmælikvarða stíga á svið auk hinna undraverðu Platínutenóra. Fram koma óvæntir gestir og áhorfendur geta búið sig undir heilmikið sjónarspil. Nýja árið getur vart byrjað betur en með þekktum perlum úr söngleikjum, sígildri tónlist og hátíðarfjöri!

Krækið ykkur í miða á fremsta bekk og upplifið þennan stórbrotna tónlistarviðburð á hvíta tjaldinu. Njótið þess að kíkja baksviðs, horfa á viðtöl við André og einstaka gesti hans, hlýða á hátíðartóna auk alls hins óvænta sem fyrir augu ber. Viðburðurinn er einungis sýndur í kvikmyndahúsum og kynnir verður Charlotte Hawkins, kunnuglegt andlit frá árlegum tónleikum Andrés sem haldnir eru í Maastricht á hverju ári í júlí. 

Þeir sem vilja upplifa sannarlega ógleymanlega tónlistarveislu geta slegist í för með André og Johann Strauss hljómsveitinni í glæsilegu Ráðhúsinu í Sydney. Viðburðurinn er í boði aðeins þessa einu helgi!

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar