Ópera: Rigoletto

Miðasala ekki hafin

Lýsing

David McVicar setur upp þetta stórfenglega og tragíska verk Verdis og hefur fengið til liðs við sig hljómsveitarstjórann Alexander Joel og lofsæla söngvara á borð við Dimitri Platanias, Luzy Crowe og Michael Fabiano. 

Spilling sakleysis er miðpunkturinn í verki Verdis. Rigoletto er hirðfífl hertogans af Mantua. Hertoginn er mikill kynsvallari og dag einn leggur faðir einnar stúlku sem hann tældi á hann álög. Þegar hertoginn lokkar til sín dóttur Rigoletto, Gildu, virðast álögin vera farin að virka ...

Uppsetning Davids McVicars leggur áherslu á grimmdina sem fyrirfinnst í Mantua. Efnað fólk í hirðinni tekur þátt í orgíum og svalli meðan tónlist Verdis ómar undir. Óperan á sér mörg þekkt stef og meðal þeirra sem við fáum að heyra í uppsetningu McVicars er „La donna é mobile“ þar sem greifinn stærir sig af virðingarleysi sínu í garð kvenna. Einnig syngur Gilda dúettana með bæði greifanum og Rigoletto.

Giuseppe Verdi sagði árið 1855 að Rigoletto væri hans „besta ópera“. Þegar hann sýndi það fyrst reyndi hið opinbera að ritskoða efni óperunnar og vildi ekki að þar birtist ósiðlegur stjórnandi. Það þýddi þó lítið því þegar óperan var frumsýnd árið 1851 urðu vinsældirnar svo miklar að ritskoðurunum féllust hendur. Rigoletto var sýnd 250 sinnum á næstu 10 árum og er í dag ein af allra vinsælustu óperum frá upphafi. 

Verkið er um það bil 2 klukkustundir og 45 mínútur að lengd með einu hléi.

Óperan er sungin á ítölsku og sýnd með enskum texta. 

Tónlist - GIUSEPPE VERDI
Leikstjóri - DAVID MCVICAR
Hljómsveitarstjóri - ALEXANDER JOEL

RIGOLETTO - DIMITRI PLATANIAS
GILDA - LUCY CROWE
HERTOGINN AF MANTUA - MICHAEL FABIANO

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar