Ballett: Manon

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Uppsetning Kenneths MacMillan af tragísku sambandi Manon og Des Grieux er átakanleg útgáfa af þessu mikla meistaraverki sem dansað er við tónlist Massenets. 

Nú skal Manon ganga í hjónaband. Bróðir hennar, Lescaut, hyggst gefa hana hæstbjóðanda en skyndilega hittir hún Des Grieux og verður ástfangin. Þau flýja til Parísar en þegar herra G.M. býður henni að lifa í vellystingum sem frilla sín á hún erfitt með að neita. Lescaut hvetur Des Grieux til að svindla í fjárhættuspili til þess að reyna að vinna auð herra G.M. en því miður kemst upp um þá. Manon er handtekin fyrir vændi og flutt til New Orleans. Des Grieux eltir hana þangað en Manon verður svo þreytt á því að flýja að hún deyr.

Kenneth MacMillan byggir ballettinn á samnefndri bók sem kom út á 18. öld á frönsku. Hún hafði þá þegar verið aðlöguð fyrir svið af Massenet og Puccini sem gerðu úr henni óperuverk. Frumsýning ballettsins var 7. mars 1947 og fóru Antoinette Sibley og Andthony Dowell með aðalhlutverk. Ballettinn varð fljótlega að helsta sýningin á efnisskrá Konunglega ballettsins og prófsteinn á dramatískum og fulltíða dansi. 

MacMillan fann til nýtilfundinnar samúðar með hinni mislyndu Manon sem reyndi hvað hún gat að brjótast úr hlekkjum fátæktarinnar. MacMillan hefur fengið hönnuðinn Nicholas Georgiadis til að mála upp heim þar sem eymd og fátækt eru talin saurgun á samfélagi hinna glæsilegu og eyðslusömu. Veislusenur MacMillans varpa ljósi á þá flóknu mynd sem dregin er upp af ólíkum samfélögum Parísar og New Orleans. 

Danshöfundur - KENNETH MACMILLAN
Tónlist - JULES MASSENET
Ballettinn er um það bil 2 klukkustundir og 35 mínútur með tveimur hléum.

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar