Ópera: Carmen

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Carmen er þekktasta verk eftir franska tónskáldið Georges Bizet. Verkið samanstendur af ástríðu, losta og ofbeldi og kom í ljós við frumflutning að það var langt á undan sinni samtíð og fékk það hræðilega dóma gagnrýnenda. Bizet dó stuttu síðar og fékk því aldrei að vita að verk hans yrði eitt allra þekktasta óperuverk allra tíma og nánast hvert einasta mannsbarn myndi læra og geta sungið með Habanera eða Toreador söngvunum. 

Verkið hefur verið flutt yfir 500 sinnum í Covent Garden hverfinu í London þar sem Konunglega óperan er til húsa. Í þetta skiptið fær þetta sívinsæla verk einkar ferskt sjónarhorn í holdlegri uppsetningu hins ástralska Barrie Kosky sem hann upprunalega gerði fyrir Frankfurt óperuna. Kosky er einn eftirsóttasti óperuleikstjóri heims. Hann fer hér langt frá hinni hefðbundinni uppsetningu á Carmen verkinu þar sem hann meðal annars notar tónlist eftir Bizet sem sjaldan heyrist á sviði og gefur helstu persónum verksins þannig rödd sem aðeins örfáir hafa áður heyrt. 

Verkið er um það bil 3 tímar og 20 mínútur að lengd með einu hléi.

Óperan er sungin á frönsku og sýnd með enskum texta. 

Tónlist: GEORGES BIZET
Leikstjóri: BARRIE KOSKY
Hljómsveitarstjóri: JAKUB HRUŠA

CARMEN - ANNA GORYACHOVA
DON JOSÉ - FRANCESCO MELI
MICAËLA - ANETT FRITSCH
ESCAMILLO - KOSTAS SMORIGINAS

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar