Yesterday

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Þótt Jack reyni til að byrja með að segja fólki að lög eins og Yesterday og I Want to Hold Your Hand séu eftir Bítlana en ekki hann þá þýðir það ekki neitt því um þá hefur enginn heyrt áður og því síður heyrt þessi lög. Þetta leiðir fljótlega til þess að Jack verður heimsfrægur og eftirsóttur, bæði af aðdáendum og tónlistarútgefendum. En frægðinni fylgir auðvitað falskur tónn sem Jack getur ómögulega hrist úr minni sér – en hvað getur hann gert þegar enginn trúir honum?

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar