Cendrillon

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Þessi heillandi ópera Massenets, sem byggir á ævintýrinu um Öskubusku, verður frumsýnt hjá Met í ár. Bertrand de Billy stjórnar hljómsveitinni og Laurent Pelly leikstýrir, en hann hefur meðal annars sett á svið La Fille du Régiment eftir Donizetti og Manon eftir Massenet fyrir Met. Joyce DiDonato bætir hér enn einni Met-rósinni í hnappagatið í titilhlutverkinu, en hún hefur farið með það hlutverk víða við góðan orðstír. Alice Coote er draumaprinsinn, Stephanie Blythe er illa stjúpmóðirin Madame de la Haltière, Kathleen Kim er álfkonan og Laurent Naouri er Pandolfe. Cendrillon verður flutt í samstarfi við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden, Gran Teatre del Liceu í Barcelona, Théâtre Royal de La Monnaie í Brussel og Óperuna í Lille. Þessi uppfærsla var fyrst sett á svið hjá Santa Fe óperunni.

Leikstjórn: Bertrand de Billy
Leikarar: Joyce DiDonato, Alice Coote, Stephanie Blythe, Kathleen Kim & Laurent Naouri

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar