U21 karla - Undankeppni EM 2013

Um viðburðinn

Ísland - England
Það verður boðið upp á U21 stórleik á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október þegar Íslendingar taka á móti Englendingum í undankeppni EM U21 landsliða 2013. Báðar þjóðir voru á meðal þátttakenda í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar og er því von á hörkuleik. Liðin mættust í vináttuleik á Deepdale-leikvanginum á Englandi í mars þar sem tæplega 15.000 áhorfendur sáu strákana okkar leggja þá ensku með tveimur mörkum gegn einu. Okkar strákar ætla sér að endurtaka leikinn og treysta á öflugan stuðning áhorfenda.

Miðaverð:

16 ára og eldri: 1.000 kr.-
undir 16 ára: frítt