EM kvenna 2013

Um viðburðinn

Undankeppni EM kvenna 2013 - Umspil
Ísland - Úkraína
Laugardalsvöllur, 25. október kl 18:30

Nú er komið að seinni umspilsleiknum á milli Íslands og Úkraínu en þessi leikur ræður úrslitum um það hvor þjóðin muni leika í úrslitakeppni EM í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikilvægara en margan grunar fyrir stelpurnar að fá öflugan stuðning frá áhorfendum og fullur völlur getur skipt sköpum. Ljóst er að verkefnið er krefjandi en íslensku stelpurnar hafa áður verið í þessari stöðu og bíða spenntar eftir þessu verkefni.

Spáin er góð og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst. Veitum stelpunum þann stuðning sem þær eiga skilið. Klæðum okkur vel og öskrum okkur til hita og stelpurnar á EM.

Frítt fyrir börn 16 ára og yngri.

Fjölmennum á völlinn – Áfram Ísland!