A Karla - EM 2012

Um viðburðinn

EM 2012
Ísland - Kýpur

Laugardalsvöllur, 6. september

Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september.  Á meðan Portúgalir, Danir og Norðmenn berjast um efstu sætin í riðlinum keppast Íslendingar og Kýpverjar um að halda sér frá botni riðilsins.  Í ljósi sögu viðureigna þessara tveggja liða ættu möguleikar Íslands í leiknum að vera ágætir, því af fjórum viðureignum þessara liða í gegnum tíðina hafa Íslendingar unnið eina og hinum þremur hefur lyktað með jafntefli, síðast í þessari undankeppni, markalaust jafntefli ytra í mars á þessu ári.  Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu, kynslóðaskipti með mörgum ungum leikmönnum.

Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum!  Áfram Ísland!

Miðaverð (í forsölu til og með 5. september)
Rautt Svæði, 3.000 kr (2.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)
Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)

ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)

Íbúar utan Íslands verða að leita til viðkomandi knattspyrnusambands eftir miðum. Skv. reglum UEFA og FIFA verður Knattspyrnusamband Íslands að hafa strangt eftirlit með miðasölu og af þeim sökum hefur verið ákveðið að selja ekki miða til aðila utan Íslands í gegnum netsölu. Jafnframt er skýrt að sala og notkun miða er aðeins ætluð þeim sem kaupir miðann og öll sala til þriðja aðila er stranglega bönnuð og ógildir miðann. Hámark miðakaupa eru 8 miðar.