A kvenna - Undankeppni EM 2017

Um viðburðinn

Ísland - Skotland

Ísland leikur lokaleik sinn fyrir undankeppni EM á þriðjudaginn þegar liðið mætir Skotlandi. Ísland hefur tryggt sér sæti á EM í Hollandi en við ætlum að hylla stelpurnar okkar á viðeigandi hátt á leiknum.

Leikurinn er sögulegur en Ísland lék fyrsta kvennalandsleik sinn fyrir 35 árum sem var einmitt gegn Skotum. Leikmenn kvennalandsliðsins sem lék fyrsta landsleikinnleikinn verða heiðursgestir á leiknum.

Hoppukastalar, skemmtiatriði, andlitsmálun og margt annað skemmtilegt verður á við Laugardalsvöll.

Mögnuð dagskrá:

15:45-16:30                         Hoppukastalar á Laugardalsvelli
15:45-16:45                         Andlitsmálun á Laugardalsvelli
16:15-16:45                         Páll Óskar kemur öllum í stuðgírinn
17:00                                     ÍSLAND – SKOTLAND
18:45-19:30                         Hyllum EM-farana á Laugardalsvelli

Fjölmennum á Laugardalsvöllinn og hyllum stelpurnar okkar!

Frítt er fyrir 16 ára og yngri