Poweradebikarinn 2012

Um viðburðinn

Poweradebikarinn 2012

13.30 Njarðvík - Snæfell (Kvennaleikur)

Snæfell er að fara í sinn fyrsta úrslitaleik í bikar hjá konunum svo þetta er sögulegt hjá þeim. Kvennalið Njarðvíkur hefur nokkrum sinnum leikið til úrslita en aldrei unnið. Það verður því nýtt nafn sett á bikarinn hjá konum 2012, þannig að um sögulegan viðburð er að ræða.

16:00 Keflavík – Tindastóll ( Karlaleikur )

Keflvík er að fara í sinn 10. bikarúrslitaleik en liðið lék fyrst til úrslita 1990 og síðast árið 2006.
Tindastóll er að skrifa nýjan kafla í körfuboltasögunni hjá sér en þetta er í fyrsta skipti sem liðið kemst í bikarúrslitaleik. Það má búast við að margir úr Skagafirðinum og nágrenni fjölmenni í Laugardalshöll til að hvetja sitt lið.

Miðaverð í forsölu: 
5 ára og yngri – Frítt
1.-10.bekkur í Grunnskóla 800 kr.-
16 ára og eldri 1.500 kr.-

(ath eingöngu er hægt að versla barnamiða í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni)

Á leikdag:
5 ára og yngri – Frítt
1.-10. bekkur í Grunnskóla 1.000 kr.-
16 ára og eldri 1.800 kr.-