Hjálp

Afhending miða

Hvar get ég sótt miðana mína?
Tekið er fram í staðfestingarpósti hvar er hægt að nálgast keypta miða. Ekki eru allir miðar sóttir á afgreiðslustaði Miði.is svo mikilvægt er að skoða vel staðfestingarpóst sem er sendur með miðakaupum. Sjá einnig afgreiðslustaðir Miði.is
Kvittun send með SMS skilaboðum
Nú geta notendur midi.is fengið kvittun fyrir miðakaupum senda beint í farsíma sinn með SMS skilaboðum. Þetta auðveldar notendum að halda utan um bókunarnúmer sín og þurfa notendur aðeins að sýna SMS skilaboðin í afgreiðslu á viðkomandi afgreiðslustað til að fá miðana sína afhenda. Þessi þjónusta gildir fyrir öll miðakaup, hvort sé um að ræða leiksýningar, tónleika eða kvikmyndir.
Ef ég kaupi miða á netinu, af hverju þarf ég að ná í hann?
Á suma atburði og sýningar bjóðum við notendum að fá miðana senda rafrænt í farsíma með MMS skilaboðum, notendur geta einnig prentað út e-miða á suma atburði og sýningar. Oftast þarf þó að sækja miða í miðasölu afgreiðslustaða rétt fyrir atburð. Þegar þú kaupir miða á vefnum sparar þú tíma og forðast biðraðir. Þú getur síðan náð í miðana þína þegar þér hentar, jafnvel rétt fyrir að atburður hefst. Við viljum vekja athygli á því að allir bíómiðar geta verið prentaðir út sem e-miðar og sendir með MMS eða SMS skilaboðum í farsíma.
Verð ég sjálf/ur að ná í miðann?
Við miðakaup á vefnum Miði.is þarf að stimpla inn kennitölu. Við biðjum um kennitöluna þína svo við vitum hver þú ert og enginn annar getur náð í miðana þína. Framvísa þarf skilríkjum þegar miðar eru sóttir á afgreiðslustaði. Viljir þú af einhverjum ástæðum að einhver annar en þú nái í miðana þína getur þú sent okkur tölvupóst með öllum helstu upplýsingum: nafni, kennitölu, hvaða atburð um er að ræða og hver sækir miðana (fullt nafn og kennitala).
Get ég fengið ykkur til að senda miðana til mín í pósti?
Já, á flesta viðburði getum við sent miða í almennum pósti sem kostar 595 kr eða í ábyrgðarpósti sem kostar 1.595 kr.
Hvernig eru miðakaup afgreidd?
Farið er á afgreiðslustað með staðfestinguna sem send er á netfangið sem gefið er upp í miðakaupunum. Einnig þarf að framvísa skilríkjum. Kennitölunni er flett upp og prentaður út á staðnum.

Gjafakort

Hvar get ég notað gjafakortið?
Gjafakort midi.is er hægt að nota á vefnum www.midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is. Gjafakortið er ekki hægt að nota á öðrum sölustöðum ss. kvikmyndahúsum, leikhúsum eða íþróttasölum. Á midi.is er hægt að nota gjafakort við kaup á hvaða atburði sem er, fyrir utan sýningar í Sambíóunum, Háskóla og Smárabíói, en á afgreiðslustöðum midi.is er hinsvegar aðeins hægt að nota gjafakort við miðakaup á völdum atburðum.
Hvernig greiði ég með gjafakortinu á vefnum?
Þegar greitt er með gjafakorti á vefnum er merkt við gjafakort undir kortaupplýsingar í skrefi 2 og númer kortsins og kennitala eiganda slegin inn.
Ég get ekki borgað með gjafakortinu, fæ athugasemd sem segir að kortið finnist ekki, hvað er að?
Öll gjafakort þarf að virkja áður en hægt er að nota þau á vefnum. Þú getur virkt gjafakortið þitt með því að smella hér.
Hvers vegna þarf ég að virkja gjafakortið?
Til þess að tryggja hámarks öryggi þá þarft þú að virkja gjafakortið þitt hér á vefnum eða í verslun Brim áður en þú getur notað það. Þú getur virkt gjafakort með því að smella hér.
Hvernig skoða ég innistæðu gjafakortsins?
Hægt er að fá upplýsingar um innistæðu gjafakorts með því að smella á hlekkinn athuga innistæðu gjafakorts og með því að hringja í midi.is í síma 540 9800. Til þess að fá upplýsingar um innistæðu verður þú að hafa númer gjafakortsins og kennitölu eiganda við hendina.
Ég á ekki næga innistæðu á gjafakortinu til þess að greiða fyrir miðana sem ég vill kaupa, hvernig get ég borgað mismuninn?
Ef miðakaup kortaeiganda fara yfir innistæðu gjafakorts, verður eigandi að greiða mismun með greiðslukorti. Ónotaða innistæðu gjafakorts er ekki hægt að færa á milli korta.
Ég týndi gjafakortinu mínu eða því var stolið, get ég fengið nýtt kort?
Því miður tekur midi.is ekki neina ábyrgð á glötuðum kortum. Gjafakort eru ekki endurgreidd ef þau týnast eða þeim er stolið.
Í hve langan tíma gilda gjafakortin?
Gjafakort midi.is gilda í ár frá útgáfu þess. Gildistíma kortsins er að finna á bakhlið þess. Ef kort rennur út án þess að innistæða þess hefur verið notuð glatast innistæðan og kortið verður ónothæft.

Miðakaup

Ég kemst ekki á atburðinn. Get ég fengið endurgreitt?
Eftir að þú hefur keypt miða hjá midi.is, í gegnum veraldarvefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá midi.is, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
Er hópafsláttur af miðum?
Nei, ekki er gefin hópafsláttur af miðum.
Af hverju fá fyrirtæki miða í forsölu?
Fyrirtæki fá ekki neina miða hjá Miði.is í forsölu. Ef fyrirtæki bjóða sínum viðskiptavinum miða í forsölu á Miði.is er það samningsatriði á milli fyrirtækisins og atburðarhaldara þar sem Miði.is kemur ekki að máli.
Get ég keypt miða í gegnum síma?
Nei, því miður getum við ekki tekið við símgreiðslum. Öll miðakaup fara í gegnum vefinn okkar og á afgreiðslustöðum.
Hvaða greiðslumáti er í boði hjá Miði.is?
Við bjóðum notendum að greiða fyrir miðakaup í gegnum Netið með greiðslukortum, millifærslur eru ekki í boði. Hægt er að greiða með peningum og debetkortum á afgreiðslustöðum okkar.
Af hverju eru stundum “betri” miðar til sölu en ég fékk þá ekki upp hjá mér?
Í kaupaferlinu okkar þegar þú smellir á "Finna miða", skilum við þér bestu lausu sætum þá stundina. Þú getur smellt aftur á "Finna miða" hnappinn til þess að fá önnur sæti, en þegar þú gerir það sleppir þú þeim sætum sem þú fékkst fyrst. Fyrstu sætin sem við sýnum þér eru oftast bestu sætin sem við eigum til.
Get ég fært mig um sæti?
Nei, því miður getum við ekki fært þig um sæti eftir að þú hefur greitt fyrir miða á vefnum. Ef um sérstakar aðstæður er að ræða byðjum við þig um að hafa samband við okkur.
Af hverju eru sett tímamörk þegar ég kaupi miða á vefnum?
Þegar þú velur þér miða til þess að kaupa á vefnum eru þeir teknir frá í 5 mínútur í hverju skrefi. Í hvert skipti sem þú færist á milli skrefa bætast ss. fimm mínútur við tímann sem þú hefur til þess að klára kaupin. Þessi tímamörk eru í gangi til þess að koma í veg fyrir að fólk geti haldið miðum í óákveðinn tíma án þess að kaupa þá. Einnig kemur þessi aðferð miðum aftur í sölu í þeim tilfellum sem notendur hætta við miðakaup í miðju kaupaferlinu. Svona tímamörk eru þekkt í öðrum miðasölukerfum annarsstaðar í heiminum og 5 mínútur ættu að duga notendum til þess að klára kaupin. Við mælum með því að notendur séu með greiðslukortin sín við hendina þegar þeir hefja kaupaferlið.
Ég fékk aðra miða en mér var fyrst úthlutað, hvernig stendur á því?
Þegar miðar eru keyptir í númeruð sæti færð þú úthlutuð sæti. Viljir þú ekki þau sæti getur þú ýtt aftur á finna miða. Þá færð þú úthlutuð önnur sæti. Það virkar alls ekki að opna annan glugga og leita að betri sætum í þeim glugga. Fyrri glugginn rennur þá út þú færð ekki þau sæti sem þú taldir þig hafa keypt.
Má barn sitja í fanginu á mér, án þess að borga fyrir miða?
Nei, því miður. Það þarf alltaf að kaupa miða fyrir börn jafnt og fullorðna á atburði hjá Miði.is nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í einhverjum tilfellum eru barnamiðar seldir með afslætti en það er þá einnig sérstaklega tekið fram.
Hvar get ég keypt miða?
Þú getur bæði keypt miða á vefnum www.midi.is og á afgreiðslustöðum okkar. Ekki er þó hægt að kaupa miða á alla atburði á afgreiðslustöðum midi.is.
Hver sér um að endurgreiða miða?
Allir miðar keyptir á midi.is og á afgreiðslustöðum midi.is eru endurgreiddir af midi.is. Endurgreiðslur fara fram á skrifstofu midi.is. Undantekning á þessu er þó að kvikmyndahús og leikhús sjá sjálf alfarið um endurgreiðslur á miðum á þá atburði sem eru í þeirra húsum.
Hvernig virkar forsala?
Ákeðinn fjöldi miða á atburð er settur í sölu fyrir ákveðinn hóp, t.d. handhafa MasterCard. Þessi hópur getur þá keypt miða áður en almenn miðasala hefst og aðeins gegn því að greiða með MasterCard.
Hvernig get ég keypt sæti fyrir hjólastól?
Best er að kaupa miða við gangveg séu númeruð sæti í salnum. Hægt er að skoða mynd af sætaskipan til að sjá hvar endasætin eru. Ef frjálst sætaval er ekki í boði á þeim atburði sem þú hefur áhuga á að sækja skaltu hafa samband við okkur í síma 540 9800 og við hjálpum þér að velja endasæti.
Hvernig kaupi ég miða á midi.is
Valinn er atburður. Sé um fleiri en eina dagsetningu að ræða skal passa að velja rétta dagsetningu og svo ýtt á finna miða. Fylla skal út alla reiti um persónulegar upplýsingar. Nafn, heimilisfang og svo framvegis. Þegar allir reitir eru útfylltir skal velja halda áfram. Í skrefi 3 þarf að samþykkja skilmálana. Einnig er hægt að velja hvort þú vilt fá staðfestinguna senda í sms. Þegar skilmálar eru samþykktir með því að haka í kassann, skal velja svo staðfesta greiðslu. Þá ert þú komin/nn í skref 4 eða staðfestingu miðakaupa.
Má ég endurselja miðann til þriðja aðila?
Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Miði.is sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð. Aftur á móti ef þú kemst ekki á viðburðinn og selur miðann þinn til 3. aðila er það í lagi.
Aldurstakmark
Einstaklingur sem er undir auglýstum aldri má fara á atburðinn í fylgd með forráðamanni samkvæmt íslenskum lögum. Forráðamaður er annað hvort foreldri eða sá einstaklingur sem hefur löglegt forræði yfir þeim einstakling sem er undir aldri.
Af hverju þarf ég að gefa upp kennitölu þegar ég kaupi miða ?
Við kaup á miðum á vef midi.is er óskað eftir kennitölu kaupanda og nafni til að tryggja að réttur aðili fái miðana afhenta og hægt sé að rekja miðakaup viðkomandi ef hann óskar eftir nánari skýringum á kaupunum síðar. Það er nauðsynlegt að skrá miðakaupin eftir kennitölu þar sem afhending miða á sér ekki stað samtímis miðakaupum og rekjanleiki kaupanna því nauðsyn. Óski miðakaupandi eftir nafnlausum kaupum getur hann komið í útibú midi.is og fengið miðann afhentan um leið.
Af hverju þarf ég að gefa upp heimilisfang þegar ég kaupi miða ?
Óskað er eftir heimilisfangi til að geta sent viðkomandi miðann með pósti óski hann þess.
Af hverju þarf ég að gefa upp símanúmer þegar ég kaupi miða ?
Óskað er eftir símanúmeri til að geta náð sambandi við miðakaupandann t.d. ef endurgreiða þarf miðann vegna þess að atburður fellur niður eða ef tímasetning atburðar breytist eftir að gengið hefur verið frá kaupunum.
Af hverju þarf ég að gefa upp netfang þegar ég kaupi miða ?
Óskað er eftir netfangi til að senda viðkomandi staðfestingu á miðakaupum sem hann framvísar þegar miðar eru sóttir. Ef miðakaupandi óskar eftir að annar aðili sæki fyrir sig miðann eftir að kaupin hafa farið fram, þarf að senda okkur póst úr því netfangi sem gefið var upp við kaupin. Þetta er til að tryggja að einungis miðakaupandi eða aðili í hans umboði geti sótt miðana.

E-miðar / Bíómiðar

Hvernig nálgast ég bíómiðann minn?
Þú hefur um 3 möguleika að velja: Þú getur framvísað bókunarnúmeri í miðasölu og fengið miðann afhentan þar Þú getur prentað út e-miða og framvísað honum við inngang Þú getur fengið rafrænan miða sendan með MMS í farsímann þinn og framvísað honum við inngang.
Ég týndi e-miðanum mínum eða finn hann ekki, hvernig get ég prentað annan?
Staðfestingarpóstur var sendur á netfangið þitt, í honum er hlekkur á kvittun fyrir miðakaupunum á vefnum. Smelltu á hlekkinn. Þegar þú ert komin(n) á kvittunina þína á vefnum skaltu smella á bláa "Prenta út e-miða" hnappinn.
Ég get ekki lesið og prentað e-miðana.
Þú þarft nýjustu útgáfu af Adobe Acrobat Reader til að opna miðana. Þú gætir þurft að losa um minni í vélinni með því að loka þeim forritum sem þú ert ekki að vinna í. Ef þú getur ennþá ekki opnað og prentað emiðann skaltu hafa samband við okkur í gegnum hafa samband síðuna.
Hvernig nota ég MMS miða?
Þegar þú mætir á sýninguna sem þú hefur keypt miða á, þarft þú aðeins að kalla fram strikamerkið sem var sent með MMS skilaboðinu á farsíma þínum og sýna það dyraverði. Strikamerkið er skannað inn og þér hleypt inn á sýninguna.
Ég fékk bara 1 MMS en keypti 2 eða fleiri miða, á ég ekki að fá eitt MMS fyrir hvern miða?
Þú færð aðeins eitt strikarmerki sent í símann þinn, strikamerkið sem þú fékkst sent verður skannað einu sinni fyrir hvern miða sem þú keyptir. Ef þú keyptir t.d. 3 miða, er sama strikamerkið skannað 3 sinnum. Vélbúnaður kvikmyndahúsanna heldur utan um hversu marga miða hvert strikamerki inniheldur.
Hvað gerist ef fleiri en eitt afrit af e-miðanum mínum kemst í umferð?
Strikamerki á e-miðum getur aðeins verið skannað inn einu sinni. Miði.is tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda.
Hvar finn ég e-miðann?
Í skrefi 4 getur þú prentað út e-miðann strax og þú hefur lokið við miðakaupin. Einnig færð þú sendan staðfestingarpóst á netfangið sem þú gafst upp í miðakaupunum. Ef þú velur hlekkinn: "Skoða miðakaup nánar" getur þú fundið e-miðann neðst á síðunni og prentað hann út.
Er aldurstakmark í Lúxus/VIP sal
Í Lúxus-sal Smárabíó er 18 ára aldurstakmark eftir kl.20 á kvöldin nema í fylgd með fullorðnum.

Boðsmiðar og afslættir

Hvernig nota ég boðsmiða í bíó?
Þú smellir á “Finna miða” hnappinn á síðu kvikmyndar, síðan velur þú sýningartíma og heldur síðan áfram í næsta skref. Í skrefi 2 “Greiðslu upplýsingar” setur þú inn persónuupplýsingar og hakar við “Boðsmiði” sem greiðslumáta. Síðan skrifar þú inn boðsmiðanúmerið og klárar kaupin eins og þú myndir gera venjulega. Þú getur síðan valið um að prenta út miðann eða fengið hann sendan með MMS skilaboðum beint í farsímann þinn.
Af hverju fæ ég villuskilaboð þegar ég skrifa inn boðsmiðalykilinn?
Það geta verið þrjár megin ástæður fyrir því að boðsmiðalykill sé ekki tekinn gildur: 1. Boðsmiðinn gildir bara í ákveðinn tíma og er útrunninn. 2. Það er aðeins ákveðinn fjöldi boðsmiða í boði og þeir hafa allir verið notaðir. 3. Boðsmiðar eru ekki í boði á valinn atburð.
Ég get ekki keypt miða á barnaverði á midi.is?
Á midi.is er einungis eitt verð í boði. Í einhverjum tilfellum eru barnamiðar seldir með afslætti en það er þá einnig sérstaklega tekið fram.

Farsímaþjónustur

Hvernig nota ég MMS miða?
Þegar þú mætir á sýninguna sem þú hefur keypt miða á, þarft þú aðeins að kalla fram strikamerkið sem var sent með MMS skilaboðinu á farsíma þínum og sýna það dyraverði. Strikamerkið er skannað inn og þér hleypt inn á sýninguna.
Hvernig nota ég SMS miða?
Þegar þú mætir á sýninguna sem þú hefur keypt miða á, þarft þú að kalla fram SMS skilaboðin í farsíma þínum og sýna þau í afgreiðslu til þess að fá afhentan miða.
Ég fékk bara 1 MMS / SMS en keypti 2 eða fleiri miða, á ég ekki að fá eitt skilaboð fyrir hvern miða?
Þú færð aðeins eitt strikarmerki sent í símann þinn, strikamerkið sem þú fékkst sent verður skannað einu sinni fyrir hvern miða sem þú keyptir. Ef þú keyptir t.d. 3 miða, er sama strikamerkið skannað 3 sinnum. Vélbúnaður kvikmyndahúsanna heldur utan um hversu marga miða hvert strikamerki inniheldur.

Vefurinn

Letrið á vefnum er of lítið, hvernig stækka ég það?
Efst í toppi vefsins eru hnappar með bókstafnum A inní. Hver þessara hnappa stendur fyrir ákveðna leturstærð og þú getur valið milli þriggja leturstærða með því að smella á þá.
Ég er lesblind/ur, er til útgáfa af vefnum með dökkum grunni?
Efst í toppi vefsins er blár hnappur með bókstafnum A inní. Ef þú smellir á hann getur þú breytt bakgrunni vefsins í dökkbláan svo þú eigir auðveldara með að lesa vefinn.
Ég get ekki vistað myndir af vefnum, hvernig fer ég að því?
Það er ástæða fyrir því að þú getur ekki vistað myndir af vefnum. Allt myndefni á Miði.is er notað með leyfi frá viðkomandi leyfishöfum, við höfum hinsvegar ekki leyfi fyrir því að dreifa myndefninu lengra. Ef þig vantar myndefni vegna markaðsmála skaltu hafa samband við okkur beint.
Mig langar að birta atburði frá midi.is á vefnum mínum, hvernig fer ég að því?
Oftast leyfum við fólki að birta viðburði frá okkur á vefnum sínum og setjum ekki út á það að texti frá okkur sé notaður annarsstaðar. Við bjóðum upp á RSS veitur sem þú getur gerst áskrifandi af og birt beint á vefnum þínum. Lesa nánar um RSS veitur
Hvað er RSS?
RSS er samheiti yfir nokkra XML staðla sem notaðir eru til að gefa út yfirlit yfir nýjar fréttir á vef. RSS skjal inniheldur upplýsingar um vefinn sem um ræðir, ásamt upptalningu á fyrirsögnum nýjustu frétta vefsins og slóðum að þeim. Notendur gerast áskrifendur að RSS veitum í gegnum vafra sína, eða með sérstökum forritum sem kölluð eru "aggregators". Þá er RSS slóðin slegin inn í vafran eða forritið, sem sér síðan um að vakta vefinn fyrir efnisuppfærslum. Ef nýtt efni finnst, nær forritið í það og sýnir notanda. Þú getur skoðað þær RSS veitur sem við bjóðum upp á og lesið meira um RSS hér
Hvað er "Miðavaktin"?
Miðavaktin er póstlisti Miði.is. Meðlimir miðavaktarinnar fá tilkynningar um nýja viðburði og tækifæri til þess að kaupa miða á undan öllum öðrum. Þú getur skráð þig á forsíðu Midi.is.
Hvernig fer ég að því að afskrá netfang af miðavaktinni?
Þú getur afskráð netfang af miðavaktinni á tónleika forsíðu midi.is í boxinu "Miðavaktin". Þú ritar inn netfangið í viðeigandi reit og smellir á "Afskrá" hnappinn.

Atburðir

Verður áfengi selt á staðnum?
Áfengi er ofast ekki selt á atburðum, þó eru undartekningar á því og við ráðleggjum viðskiptavinum okkar að hafa samband beint við staðinn þar sem atburðurinn verður haldinn til þess að fá þessar upplýsingar. Ef um tónleika er að ræða sem eru haldnir á stað sem hefur vínveitingaleyfi má oftast reikna með því að áfengi verði selt á staðnum.
Verður gaman á atburðinum?
Við getum vitanlega ekki ábyrgst skemmtun þína á einstökum atburðum. Við ráðleggjum viðskiptvinum okkar að lesa vandlega efnislýsingar atburða og skoða tengt efni áður en ákvörðum sé tekin um að kaupa miða á valinn atburð.
Er aldurstakmark á atburðinn?
Venjulega er ekki aldurstakmark á atburði nema það sé sérstaklega tekið fram í efnislýsingu. Við viljum þó benda á almennar útivistarreglur á vef Heimilis og skóla
Er fatahengi á staðnum?
Yfirleitt er fatahengi á staðnum. Í einhverjum tilfellum er tekin greiðsla fyrir sem er í kringum 200-500 kr. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar að hafa samband beint við staðinn þar sem atburðurinn verður haldinn til þess að fá nánari upplýsingar.
Ef miðar eru í stæði, er þá staðið á gólfinu?
Já, staðið er á gólfinu fyrir framan sviðið nema annað sé tekið fram. Við viljum taka það sérstaklega fram að ekki er leyfilegt að mæta með sinn eigin stól ef miðar eru keyptir í stæði.
Af hverju selst svona fljótt upp á vinsæla atburði?
Margir vilja fara á viðkomandi atburð og oftar en ekki eru það færri sem komast en vilja. Stórir tónleikar geta selst upp á nokkrum mínútum og er ástæðan fyrir því að með notkun vefsins getum við þjónað miklu fleiri viðskiptavinum í einu.
Hvað eru margir miðar eftir?
Við gefum ekki upp fjölda seldra né óseldra miða undir neinum kringumstæðum. Í einhverjum tilfellum gefur atburðarhaldari frá sér fréttatilkyninngu þar sem tilkynnt er um að fáir miðar séu eftir eða uppselt sé á atburð, en slík tilkynning er á ábyrgð atburðarhaldara en ekki Miði.is
Kemst ég baksviðs?
Einingis sérstakir fréttapassar eða baksviðspassar veita þér aðgang baksviðs á atburði. Atburðarhaldari sér um dreifingu þessara passa og eru þeir Miði.is algjörlega óviðkomandi.
Er hlé á tónleikum
Mjög misjafnt er hvort hlé sé á tónleikum eða ekki. Oftast þegar hlé er á tónleikum er það tekið sérstaklega fram.
Má ég mæta með myndavél eða myndbandsupptökuvél á atburði?
Myndavélar og upptökutæki hverskonar eru í lang flestum tilvikum bönnuð á atburðum sem midi.is selur á.
Ég týndi einhverju á atburð sem ég var á, hvert sný ég mér?
Hafðu samband við húsvörð eða starfsfólk staðarins sem atburðurinn var haldin á.