Gjafakort

Gefðu upplifun

Kaupa gjafakort

Um gjafakort

Að finna réttu gjöfina fyrir vini og vandamenn hefur aldrei verið auðveldara. Hvort sem þeim líkar tónleikar, kvikmyndir, leikhús, sinfóníutónleikar eða íþróttir, þá geta handhafar gjafakorta okkar auðveldlega valið þá atburði sem passa þeim hverju sinni.


Allir viðburðir

Þú getur greitt með gjafakorti á flesta viðburði sem eru til sölu á miði.is. Sem stendur er ekki hægt að nýta gjafakort á viðburði KSÍ eða í bíó.

Þú velur upphæðina

Þú velur sjálf/ur þá upphæð sem þú vilt á gjafakortið.

Prentað eða rafrænt

Þú getur valið um að hlaða niður rafrænu gjafakorti á PDF formi eða fengið útprentað kort sent í pósti.

Spurt og svarað

Hvar get ég notað gjafakortið?
Gjafakort midi.is er hægt að nota á vefnum www.midi.is og í verslunum Brim. Gjafakortið er ekki hægt að nota á öðrum sölustöðum ss. kvikmyndahúsum, leikhúsum eða íþróttasölum. Á midi.is er hægt að nota gjafakort við kaup á hvaða viðburði sem er, fyrir utan sýningar í kvikmyndahúsum og viðburði KSÍ.
Hvernig greiði ég með gjafakortinu á vefnum?
Í greiðsluskrefinu í kaupaferlinu velur þú Gjafakort Midi.is sem greiðslumáta neðst á síðunni. Þar slærð þú inn númer gjafakortsins.
Ég get ekki borgað með gjafakortinu, fæ athugasemd sem segir að kortið finnist ekki, hvað er að?
Hafðu samband við Midi.is í síma 540-9800 eða midi@midi.is og láttu okkur finna útúr þessu fyrir þig.
Ég á ekki næga innistæðu á gjafakortinu til þess að greiða fyrir miðana sem ég vill kaupa, hvernig get ég borgað mismuninn?
Hægt er að greiða mismun með kreditkorti á vefnum Midi.is, á afgreiðslustöðum Midi.is er hægt að greiða mismun með kreditkorti, debetkorti og peningum.
Ég týndi gjafakortinu mínu eða því var stolið, get ég fengið nýtt kort?
Í einhverjum tilvikum getum við gefið út ný kort, en því miður ekki í öllum tilvikum. Athugið að kortið er alfarið á ábyrð eiganda þess.
Í hve langan tíma gilda gjafakortin?
Gjafakort Midi.is gilda í eitt ár frá útgáfudegi.

Skilmálar gjafakorta

Með því að kaupa gjafakort hjá Miði.is, þá samþykkir þú einnig skilmála okkar.

 • Notkun

  Gjafakort midi.is er hægt að nota á vefnum okkar og á afgreiðslustöðum midi.is. Gjafakortið er ekki hægt að nota á öðrum sölustöðum ss. kvikmyndahúsum, leikhúsum eða íþróttasölum.

 • Virkja Gjafakort

  Virkja þarf gjafakortið á www.midi.is/Gjafakort áður en hægt er að nota það á midi.is eða á afgreiðslustöðum midi.is. Til þess að virkja kortið þarft þú að hafa gjafakortið fyrir framan þig og gefa upp kennitölu þess sem ætlar að nýta sér það

 • Innistæða

  Hægt er að fá upplýsingar um innistæðu gjafakorts á www.midi.is/Gjafakort og með því að hringja í midi.is í síma 540 9800. Til þess að fá upplýsingar um innistæðu verður þú að hafa númer gjafakortsins og kennitölu eiganda við hendina.

 • Týnd eða stolin Gjafakort

  Gjafakort eru ekki endurgreidd ef þau týnast eða þeim er stolið.

 • Gildistími

  Gjafakort midi.is gilda í ár frá útgáfu þess. Gildistíma kortsins er að finna á bakhlið þess. Ef kort rennur út án þess að innistæða þess hefur verið notuð glatast innistæðan og kortið verður ónothæft.

 • Endurgreiðsla

  Gjafakort midi.is eru ekki endurgreidd undir neinum kringumstæðum, hvort sem um er að ræða fulla upphæð gjafakortsins eða hluta.

 • Notkunartakmarkanir

  Gjafakort midi.is getur ekki verið notað með neinum öðrum gjafakortum eða afsláttum. Gjafakortin má ekki nota í tengslum við markaðsstarfsemi eða auglýsingar nema með leyfi midi.is og mega aðeins vera seld í gegnum midi.is og viðurkennda söluaðila. Engin takmörk eru fyrir því hversu mörg kort eða hversu háar upphæðir er hægt að kaupa í hvert skipti.

 • Ónotuð eða ónæg innistæða

  Ef miðakaup kortaeiganda fara yfir innistæðu gjafakorts, verður eigandi að greiða mismun með greiðslukorti. Ónotaða innistæðu gjafakorts er ekki hægt að færa á milli korta.

 • Greiðslumistök eða villur

  Midi.is áskilur sér rétt til þess að leiðrétta innistæðu gjafakorta ef um greiðslumistök eða villu er að ræða. Midi.is tekur ekki ábyrgð á slíkum mistökum eða villum.

 • Skilmálar

  Gjafakort og notkun þeirra á vefnum midi.is heyra undir almenna notkunarskilmála midi.is (midi.is/skilmalar). Midi.is áskilur sér rétt til þess að uppfæra og breyta þessum skilmálum hvenær sem er.