Saga Fest

Um viðburðinn

Listin blæs okkur nýjum anda í brjóst

Í lok maí 2015 verður lista- og tónlista hátíðin Saga Fest haldin í fyrsta skipti á bænum Stokkseyrarseli, 10 km sunnan við Selfoss.

Saga Fest byggir á hefð Íslendingasagnanna en markmið hátíðarinnar er að tengja fólk hvert við annað og við náttúruna og komast að því hver er okkar saga. Við byggjum saman samfélag sem hefur víðsýni, sköpunarkraft og síbreytileika að leiðarljósi. 

Þetta er ekki hin hefðbundna útihátíð: Saga Fest er samvinnuverkefni og hverjum þátttakanda er gert kleift að setja sitt eigið mark á hátíðina og skapa þannig andann sem einkennir hana.  

Hvað gerist á Saga Fest? 
Tónlistaratriði íslenskra og erlendra listamanna á sérsmíðuðu sviði úr endurnýttum efniviði
Plötusnúðar sem fá þig til að dansa nóttina á enda
Tvö svið verða á svæðinu. Aðalsviðið er eingöngu fyrir skipulagða dagskrá en hið minna fyrir gesti til að skapa eigin list; segja sögu, spila tónlist, dansa, leika eða framkvæma gjörning! 
Þátttaka í alltumlykjandi listaupplifun
Komdu með eigin hljóðfæri – Við hvetjum þátttakendur til að ,,djamma“  hvenær sem andinn færist yfir þá
Skapaðu eitthvað einstakt í tónlistar djammi með ókunnugum þar sem spuni og samspil ráða ríkjum 
Á miðnætti báða dagana munu sagnameistarar leiða okkur í stórbrotna sögustund við varðeld
Gróðursettu aðgangsmiðann þinn þegar þú kemur inn á hátíðarsvæðið – hann er prentaður á fræpappír sem má gróðursetja
Spennandi dagskrá og ýmsar vinnustofur, til dæmis: Hjólabrettasmíð með umhverfisvitund, óheftur dans, nútíma hugleiðsla, orgelsmíði úr endurnýttum efnivið, íslenskur shamanismi, fæðuleit, pestó- og sultugerð, spunaleikhús og námskeið í vinnslu á íslenskri ull. 
Úrval umhverfisvænnar og hollrar fæðu úr nærsveitum verður í boði hjá smásölum og á bændamarkaði.

Gisting á tjaldstæði er innifalin í miðaverðinu- hver og einn kemur þó með eigið tjald. Fólk er hvatt til að koma ekki á einkabílum vegna mikils skorts á bílastæðum, en nýta sér frekar rútu tilboð What´s On (http://www.whatson.is/saga-fest/) sem eru bókuð sér. Þeir sem ekki hafa áhuga á að vera í tjaldi geta skoðað gistimöguleika á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi

Tónlist 

ROBOT KOCH
FUFANU
SÍSÝ EY
YLJA
KIRA KIRA
SOFFÍA BJÖRG
UNIJON
LORD PUSSWHIP
HUGAR
VIO
LAFONTAINE
AXEL FlÓVENT
VAR
BRYNJA OG ÓSK
ART IS DEAD
KIPPI KANINUS

Listaupplifanir

TE TRÉ
TÓNLEIKAR Í MYRKRI
SÝNIKENNSLA
HJARTSLÁTTAR GJÖRNINGUR
TEIKN / TÁKN
VIND SKÚLPTÚR
GRAFFÍTÍ OG VEGGMYNDIR
FREE-FORM DANS
LJÓÐ
KRISTALLAR
ENDURUNNINN LIST
INNSETNING-SÖGUR FRAMTÍÐAR
SÖGUSTUND VIÐ VARÐELD
GRATITUDE CEREMONY
ANDRI SNÆR MAGNASON
ORGELSMÍÐ

Vinnustofur

BALANCING TRUST (YOGA)
MOVING VOICE (YOGA)
HJÓLABRETTA HÖNNUN
HREYFING / NÁTTÚRA
HUGLEIÐSLA
BURLESQUE
TROMMU HRINGUR
LEIKBRÚÐUR
FRÁSAGNARLIST
ÍSLENSKUR SHAMANISMI
Hügelkultur / TROMMUR
TÓNLISTAR SPUNI / JAM SESSIONS
SKIPTIMARKAÐUR