The Color Run by Alvogen

Um viðburðinn

ATH : Uppselt er á viðburðinn. 

Minnum þá á sem enn eiga eftir að sækja hlaupagögnin sín að heimsækja The Color Run búðina á annarri hæð Smáralindar í dag föstudaginn 10. júní. Búðin er opin frá 11 til 23 í kvöld. 

Í versluninni er þátttakendum afhent hlaupagögn auk þess sem hægt er að skoða og kaupa ýmsan The Color Run varning til að gera skemmtun og upplifun af hlaupinu þann 11. júní enn ánægjulegri. Einnig geta miðaeigendur mátað og keypt Under Armour skó og annan hlaupafatnað á góðum afslætti í búðinni í Smáralind.


Hlauptu og skemmtu þér í gegnum 5 kílómetra langa litapúðurssprengju!

The Color Run í boði Alvogen er ekkert venjulegt hlaup heldur óviðjafnanleg upplifun og fullkomin fjölskylduskemmtun. Taktu þátt í litríkasta og skemmtilegasta hlaupi sumarsins sem hefur farið sigurför um heiminn og styður við réttindi og velferð barna. 

Verð fyrir 9 - 13 ára 4.499 kr
Almennt verð 6.999 kr

Hlaupið fer fram laugardaginn 11. júní 2016.

Vinsamlegast athugið

Börn 8 ára og yngri fá frían aðgang í fylgd með fullorðnum.

Hér er mjög flott auglýsing sem framleiðslufyrirtækið Silent gerði strax á eftir viðburðinn. Takk fyrir ógleymanlegan dag, sjáumst að ári :)

Posted by The Color Run Iceland on Friday, June 12, 2015

Litur + Hlaup = Hátíð!

Þetta snýst ekki um að hlaupa þessa 5 kílómetra á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. The Color Run by Alvogen er nefnilega ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega á meðan þeir verða hjúpaðir lit frá toppi til táar. Í lok hvers kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit og við endamarkið keyrir allt um koll með risavaxinni endamarkshátíð þar sem litadýrðin verður gerð ógleymanleg upplifun.

Ert þú klár í hamingjusömustu 5 kílómetra lífs þíns?

The Color Run, hamingjusömustu 5km á jörðinni, var fyrst haldið árið 2012 í Phoenix í Arizona og var það Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sigurför um heiminn því um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð sem haldinn hefur verið í meira en 40 löndum og tvær milljónir manna hafa tekið þátt. Í Bandaríkjunum er þetta stærsta viðburðaröð landsins. Árið 2015 voru hátt í 300 hlaup í meira en 40 löndum og er The Color Run orðið tröllvaxinn alheims viðburður.