Baggalútur

Um viðburðinn

Síðbúnir útgáfutónleikar Baggalúts á vori

Sveitasöngvaunnendur athugið! Hin kunna köntrísveit Baggalútur ætlar að skemmta með söng og hljóðfæraslætti í Gamla bíói laugardaginn 24. maí. Leikin verða öll nýju og fínu lögin af nýjustu hljómplötu sveitarinnar, Mamma þarf að djamma, auk stígvélastappandi sveitasöngva af eldri skífum. Sérstakur gestur verður söngfuglinn með spandexröddina, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.

Vinsamlegast fjölmennið, það er nefnilega svo hallærislegt að spila fyrir tómum sal.

Baggalútur