Reykjavík Music Mess 2013

Um viðburðinn

Tónlistarhátðin Reykjavík Music Mess mun fara fram í þriðja sinn næstkomandi hvítasunnuhelgi, dagana 24. til 26. maí. Megindagskrá hátíðarinnar mun fara fram á skemmtistaðnum Volta, en það er nýr tónleikastaður og klúbbur við Tryggvagötu. Einnig verður boðið upp á tónleikadagskrá á menningarstaðnum Kex Hostel, en dagkráin þar verður opin öllum almenningi.

Fjölmargar ólíkar hljómsveitir víðsvegar að úr heiminum munu koma fram á Reykjavík Music Mess þetta árið. Við fáum áströlsku partíhundana í DZ Deathrays í heimsókn sem og skoska jaðarsöngvaskáldið Withered Hand. Eins mun rafkvartettinn Bloodgroup heldur betur sýna mátt sinn en þau hafa verið að gera gott mót síðustu mánuði með frábærri nýrri plötu og framúrskarandi tónleikum. Hávaðaskóglápararnir í Oyama hafa sömuleiðis vakið lukku hér heima sem og erlendis með framúrskarandi tilfinningarokki. Hljómsveitin Mammút mun einnig koma fram á hátíðinni en hljómsveitin er að leggja lokahönd á sína þriðju plötu, sem kemur einmitt út á sumarmánuðum. Eins munu vinir þeirra í harðkjarnahópnum Muck leika listir sínar en þeir eru búnir að vera iðnir upp á síðkastið og von er á nýju efni frá þeim félögum.

20 ára aldurstakmark.