Núll fyrir hegðun og 400 högg

Miðasala ekki hafin

Lýsing

Núll fyrir hegðun / Zéro de conduite / Zero for conduct
Leikstjórn: Jean Vigo
Leikarar: Jean Dasté, Louis Lefebvre, Robert le Flon

Myndin fjallar um þrjá nemendur í heimavistarskóla uppi í sveit sem rísa upp og efna til uppþots.

Þetta meistaraverk Jeans Vigos var talið hallt undir anarkisma og bannað til 1946 en er dýrlegur lofsöngur til æskunnar og frelsisins.

---

400 högg / Les Quatre cents Coups / The four hundred blowst
Leikstjórn: François Truffaut
Leikarar: Jean-Pierre Léaud

Antoine á róstusöm unglingsár. Hann lýgur að foreldrum sínum, sem vilja sem minnst af honum vita, hann stelur og stingur af. Skemmtilegast finnst honum að að vera á villtu djammi með René vini sínum. Dag nokkurn kemur lögreglan til skjalanna.

Þetta er fyrsta kvikmynd Truffauts og hlaut leikstjórnarverðlaunin í Cannes árið 1959. Þarna fór Jean-Pierre Léaud í fyrsta skipti með hlutverk Antoines Doinels og þetta var ein fyrsta kvikmyndin í frönsku nýbylgjunni.

---

Á Klassíska kvöldinu, 11. febrúar, býðst ykkur að sjá tvö meistaraverk franskra kvikmynda, verk sem eru í hávegum höfð út um allan heim. Myndirnar hylla ákveðna æskuímynd, frjálsa og ósvífna, eins og lýst er í persónum og atburðum sem nú eru orðnar að þjóðsögum. Athugið að einungis er greitt fyrir eina sýningu.

---

ATH það er enskur texti á Núll fyrir hegðun og 400 högg.

Sýnishorn

Ekkert sýnishorn er til staðar eins og er.

Sýnishorn frá

Sýningartímar