Gjafabréf í Viskískólann

Um viðburðinn

Gjafabréf í Viskískólann

Nú getur þú keypt gjafabréf í Viskískólann handa þeim sem þú telur að hafi áhuga á að fræðast og vita meira um viskí, gjafabréfið gildir á námskeið hvenær sem er.

Námskeiðin eru um tvær klukkustundir. Kennarar á námskeiðum hafa ára langa reynslu og eru einnig félagsmenn í Maltviskífélaginu sem er stærsti viskíklúbbur Íslands.

Viskí 101 er grunnnámskeið Viskískólans og ætlað þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref í viskíheiminum en eins þeim er þekkja aðeins til en vilja ná betri tökum á viskísmakki og öðrum grunnatriðum.

Í Viskí 101 horfum við til móðurjarðar viskísins, Skotlands og skoðum hvernig hin skosku viskí skiptast niður eftir svæðum þar sem hvert og eitt hefur sitt sérkenni sem nær aftur um aldir. Við skoðum einnig muninn á einmöltungum (e. single malt) og blöndum (e. blended) og þeim formum sem þessar framleiðsluaðferðir geta tekið. Samhliða fróðleiknum smökkum við hinar ýmsu tegundir og dýpkum þannig skilninginn, auk þess sem farið er í helstu atriði góðs viskísmakks. Viskí 101 í Viskískólanum er tilvalin kvöldstund fyrir áhugafólk um viskí og aðra sem vilja snerta á þessum áhugaverða heimi.