Who's the Daddy!

Um viðburðinn

Who´s the Daddy!

Einlæg og opin sýning þar sem flókin tilfinningasambönd karlmanna eru afhjúpuð.  Og svo fer allt í fokk.....

Eftir að hafa sýnt Kynfræðslu Pörupilta í fjögur ár í Borgarleikhúsinu eru strákarnir mættir í Tjarnarbíó með dúndur uppistand um föðurhlutverkið, barnauppeldi og hjónaskilnað.

Þeir fræða, ræða og svara þeim fjöldamörgu spurningum sem brenna á foreldrum, stjúpforeldrum, helgarmömmum og helgarpöbbum.

Hver er munurinn á viku og viku og langri helgi?
Hvernig virkar tinder?  
Hvernig er best að ala upp skilnaðarbörn svo sálarlíf þeirra verði fyrir sem minnstu hnjaski?  

Sýning fyrir allar konur sem vilja skilja karlmenn.. eða skilja við karlmenn. 

“ÉG HLÓ SVO MIKIÐ AÐ ÉG VAR HÁS DAGINN EFTIR"
H.A.H. Listpóstinum.

"ÆTLAÐI MIG LIFANDI AÐ DREPA ÚR HLÁTRI"
S.A. TMM

Handrit: Pörupiltar

Leikarar:
Dóri Maack: Sólveig Guðmundsdóttir.
Nonni Bö: Alexía Björg Jóhannesdóttir.
Hemmi Gunn: María Pálsdóttir.

Sýningin er styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og Mennta- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.