HÁTÍÐARTÓNLEIKAR - 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju

Um viðburðinn

Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju ( áður Den Haag) flytja stórglæsileg hátíðarverk eftir Charpentier, Fanfare og Te Deum og J.S. Bach, Messu nr. 1 í F-dúr, í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, en kirkjan var vígð 26. október 1986. Einsöngvarar eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Auður Guðjohnsen alt, Oddur A. Jónsson bassi, Thelma Sigurdórsdóttir sópran og Guðmundur Vignir Karlsson tenór og stjórnandi er Hörður Áskelsson.