OF LIGHT

Um viðburðinn

Sviðsverkið OF LIGHT verður heimsfrumsýnt í Tjarnarbíói þann 22. júlí.

Aðeins ein sýning á Íslandi!

Áhorfandi upplifir verkið að mestu í myrkri, umlukinn dansi, orðum og tónlist. Bandaríska listakonan Samantha Shay er höfundur og leikstjóri verksins.Hugmyndin að Of Light kviknaði á Íslandi en andstæður ljóss og myrkurs hér á landi sendu listakonuna í könnunarleiðangur um hvernig þessar andstæður birtast í manneskjum. Á svipuðum tíma, skrifaði Danielle Vogel ljóð sem kallast A Library of Light við Arnarstapa, sem Samantha heillaðist af og byggir verkið á.

Heimsþekkta listakonan Marina Abramovic heillaðist af hugmyndum Shay um mannslíkamann sem ljósuppsprettu. Undir handleiðslu Marinu dýpkaði ferli Samönthu og verkið þróaðist frá hefðbundnu leikhúsi í tilraunakennda óperu, í verk sem er framið að mestu í myrkri, þar sem áhorfandinn er umlukinn hljóði úr öllum áttum og ljóstírur, dans, orð og tónlist verða að einni heild.

Tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbunda tónlist, frá Kúrdistan, Georgíu og Sardínu, við verkið.


Gestum er boðið að upplifa teathöfn á leiksviðinu fyrir sýninguna.
Gestir geta mætt frá kl. 19:30.
Baelyn Elspeth leiðir athöfnina en hún hefur lært um teathafnir frá Taívan um árabil.

Vinsamlega athugið að reykvél og strobe ljós eru notuð í sýningunni.

Leikstjórn: Samantha Shay
Frumsamin tónlist: KÁRYYN
Leikmyndahönnun: Vincent Richards
Lýsingarhönnun: Alexander Freer
Hljóðblöndun og útsetning: Paul Evans
Flutt af: Samantha Shay, KÁRYYN, Emily Jackson, Jodie Landaeu, and Nini Julia Bang.
Aðstoðarleikstýra: Suzanne Sterling
Verkefnastjórn: Chelsea DuVall
Framleiðandi: Dagný Berglind Gísladottir
Aðstoðarframleiðandi: Gerri Ravyn Stanfield

Verkið er framleitt af Source Material sem Samantha Shay stofnaði árið 2014. Þessi alþjóðlegi listamannahópur hefur vakið mikla athygli og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Á þessu ári frumsýna þau OF LIGHT og annað verk sem ber heitið A Thousand Tongues, sem verður framleitt í samstarfi við hina virtu leikhússtofnun, The Grotowski Institute.