Fjármáladagurinn

Um viðburðinn

Tomorrow Finance: FinTech and Treasury Management

Ráðstefna um hvað sé framundan í fjármálum þar sem velt verður upp spurningum eins og „Er FinTech framtíðin í fjármálaþjónustu? Hvaða tækifæri eru framundan í fjárstýringu? Þurfa fjármálastjórar að vera tæknivæddari en áður? “

Fjármáladagurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. maí nk. á Hilton. IFS og Háskólinn í Reykjavik standa fyrir Fjármáladeginum sem haldinn verður núna fjórða árið í röð. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg í ár, þar sem bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar verða með áhugaverð erindi tengd því sem framundan er í fjármálum og fjármálatækni. 

Dagskráin verður tvískipt þar sem fyrir hádegi verður lögð áhersla á FinTech, hvaða tækifæri séu í þróun FinTech og hvernig hún mun koma til með að hafa áhrif á fyrirtæki en eftir hádegi verður farið meira í fjármálastjórn og hvað sé framundan í fjármálum.  

Dagurinn byrjar með áhugaverðu erindi frá Rohit Talwar sem er futuristi, ráðgjafi á sviði stefnumótunar og keynote speaker og mun hann tala um Tomorrow Finance. Dimo Dimov sem er prófessor í nýsköpun og frumkvöðlastarfi heldur erindi um hvaða tækifæri megi finna í FinTech og erlendur ráðgjafi frá EY mun fjalla um hvernig FinTech mun hafa áhrif á fyrirtæki. Stjórnendur íslensku FinTech fyrirtækjanna Meniga og Karolina Fund miðla reynslu sinni og að lokum verða skemmtilegar panel umræður þar sem tekið verður saman umræðuefni morgunsins með fyrirlesurum. 

Eftir hádegi verður farið meira í hefðbundna fjármálastjórn.   Erlendur ráðgjafi gefur góð ráð varðandi fjárstýringu, Hrönn Sveinsdóttir  framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarssviðs Vodafone miðlar af eigin reynslu, hagfræðingur talar um efnahagsmál og fjallað verður um tækifæri sem felast í losun hafta.  Seinnipartinn mun sérfræðingur tala um mikilvægi öflugs skuldabréfamarkaðar og hvernig hann ætti að byggjast upp.  Deginum lýkur svo með panel þar sem verður farið yfir málefni dagsins með skemmtilegum umræðum. 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og stofnana, fjármálastjórum, fjármálasérfræðingum, tölvusérfræðingum, frumkvöðlum og öðru áhugafólki um fjármál fyrirtækja og fjármálatækni.

Taktu daginn frá þann 11. maí og ekki láta þig vanta á þennan skemmtilega og áhugaverða viðburð.

Tryggðu þér miða á forsöluverði.