Mið-Ísland í Hlégarði

Um viðburðinn

Mið-Ísland er á leiðinni í Hlégarð Mosfellsbæ með glænýtt uppistand. 

Meðlimir Mið-Íslands eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð og munu þeir allir koma fram á sýningunni í Hlégarði. Nýja uppistandssýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun janúar 2016 og hefur hún fengið frábærar viðtökur. Hér eru nokkur ummæli gesta:

„Besta sýning þeirra til þessa.“ - Steindi Jr, grínisti

„Ég var ennþá hlæjandi þremur dögum eftir sýninguna.“ - Ása Ninna Pétursdóttir, eigandi GK Reykjavík

„Grínveisla á heimsmælikvarða!“ - Kolbrún Pálína Helgadóttir, markaðsstjóri og fjölmiðlakona

„Að fara á Mið-Ísland er highlight á hverju ári hjá mér.“ - Hrafn Jónsson, pistlahöfundur

Síðasta sýning hópsins, Lengi lifi Mið-Ísland, sló eftirminnilega í gegn og var sýnd yfir 60 sinnum. Lokasýningin var svo kvikmynduð og sýnd á Rúv um áramótin. Athugið að í nýju sýningunni eru strákarnir með glænýtt efni.

Sýningar Mið-Íslands í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en undanfarin þrjú ár hafa yfir 180 sýningar farið fram og hafa yfir 35 þúsund áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa.

Hlökkum til að sjá þig í Hlégarði Mosfellsbæ.