Eldfjallasýning Volcano House

Um viðburðinn

Eldfjallahúsið er lítið safn á Tryggvagötu, sem þjónustað hefur ferðamenn sem og heimamenn um árabil. Við höfum nú ákveðið að bjóða upp á reglulegar sýningar á íslensku á laugardögum og sunnudögum. Nú bjóðum við miða á sýninguna til sölu á midi.is á frábærum 25% kynningarafslætti - m.ö.o. á aðeins 1.500 krónur. Tilboðið stendur í takmarkaðan tíma svo tryggðu þér miða strax!

Sýningin samanstendur af heimildarmynd um íslensk eldfjöll (53 mín.), og eldfjallasafninu, þar sem hægt er að sjá og snerta mismunandi steintegundir, ösku og vikur, sjá kristalla og hálfeðalsteina og fræðast um hin ýmsu eldfjöll og gos. Fyrri helmingurinn heimildamyndarinnar leggur áherslu á gosið í Vestmannaeyjum 1973, segir söguna af því og hinu mikla björgunarstarfi sem þar átti sér stað. Seinni helmingur sýningarinnar er Emmy-tilnefnd mynd um Eyjafjallajökulsgosið 2010 og gosið í Grímsvötnum 2011, en hún státar af sérstaklega fallegum myndskeiðum og loftmyndum af íslenskum náttúruperlum.

Eldfjallasýningin er frábært tækifæri til að kynnast þessum náttúruundrum okkar Íslendinga betur, og fræðandi skemmtun fyrir börn og fullorðna í hjarta Reykjavíkur. Heimildamyndin er einnig sýnd á ensku á heila tímanum frá 10:00 til 21:00 alla daga vikunnar, og á öðrum tungumálum samkvæmt samkomulagi kl 09:00 á morgnana.

Vinsamlegast athugið

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr. 

Verð fyrir 12-15 ára: 1.000 kr.

Verð fyrir 11 ára og yngri: Frítt inn