Uppistand með Josh Blue: Palsy on Ice Tour

Um viðburðinn

Josh Blue annað kvöld í Háskólabíói!! Síðustu forvöð að tryggja sér miða á fyndnasta kvöld ársins!
 
Comedy Central elskar Josh Blue og skal engan undra enda einn allra besti uppistandari heims. Josh sigraði Last Comic Standing á NBC árið 2006 og hefur síðan þá ferðast um heiminn með óborganlegt uppistand sitt. Hugleikur, Fyndnasti Nemi HÍ, Jóhannes Ingi, Kristján Karls og Elva Dögg hita upp.
 
Josh Blue er fatlaður grínisti og gerir óspart grín að fötlun sinni, viðbrögðum samfélagsins við fötlun sinni og annarra og brýtur þannig niður staðalmyndir um fatlað fólk og salurinn öskrar af hlátri með honum. Ekki missa af stórkostlegu hláturskasti þetta föstudagskvöld í Háskólabíói.