Eric Edmeades.

Um viðburðinn

Fimm milljón ára saga mannsins getur ekki haft rangt fyrir sér !

WildFit færir  það besta úr nútíma vísindum og sögu mannkynsins inn í heim heilsu og hreysti.

WildFit sem var stofnað af reyndum frumkvöðull, Eric Edmeades, er hugmyndafræði sem byggir á sögulegri næringarfræði, þróunarlíffræði, NLP og nútíma vísindum.

Þróun mannkyns var ferli sem tók milljónir ára og átti sér stað nánast eingöngu úti í náttúrunni.
Eðlishvöt okkar og líffræði mótaðist og var  hönnuð fyrir annan lífsstíl en flest okkar lifa í dag.

Tíðni lífsstíls sjúkdóma eins og sykursýki, krabbameins og hjartasjúkdóma stigaukast og er það brýnt að við gerum verulegar breytingar á því hvernig við lítum á mat og úrvinnslu hans.

“The WildFit” programið hefur verið vandlega hannað til að aðstoða þig að gera þessar breytingar á sem auðveldastan og árangursríkastan hátt svo þú getir notið heilbrigðs lífs lengur.

Innblásin af dramatískum heilsu breytingum á þrítugsaldri réðst Eric í hálfgert “Indiana Jones” rannsóknarverkefni til að finna sannleikann um upprunalegt mataræði mannkynsins. Auk þess að lesa óteljandi bækur og rannsóknir skoðaði Eric einnig fornleifafræði og bjó um tíma með “Hadza Bushman” þjóðflokknum í Austur-Afríku.

WildFit er áhugaverð, fræðandi og mjög árangursrík aðferð fyrir bæði þyngdartap og þyngdaraukningu. Gefur einnig  aukna orku, aukna kynhvöt  og dýpri svefn.

© Copyright 2014 - Eric Edmeades. Öll réttindi áskilin. ™ WildFit er
vörumerki