Hin svokölluðu skáld

Um viðburðinn

Hin svokölluðu skáld er yfirskrift dagskrár sem hópur skálda stendur fyrir í stóra salnum í Háskólabíói laugardaginn 12. apríl nk. klukkan 14.00. Dagskráin er saman sett til heiðurs hinu háttbundna nútímaljóði, sem er í mikilli sókn þessi misserin. Tíu skáld af báðum kynjum og ýmsum aldri flytja eigin ljóð og því má búast við fjölbreyttum og krassandi kveðskap. Skáldin sem fram koma eru:

Davíð Þór Jónsson
Sigrún Haraldsdóttir
Valdimar Tómasson
Teresa Dröfn Njarðvík
Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Snæbjörn Ragnarsson
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Örlygur Benediktsson
Eva Hauksdóttir
Bjarki Karlsson

Kynnir verður Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi, sem einnig kynnti Listaskáldin vondu í þessum sama sal árið 1976.

Aðgangseyrir er 1.900,- kr. og hægt er að kaupa miða á midi.is

Skólafólk og eldri borgarar fá 1.000 króna afslátt af miðaverði við innganginn.