Gerry McGovern masterclass

Um viðburðinn

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, bjóða vefstjórum, markaðsstjórum, vörustjórum og öðrum ábyrgðarmönnum vefsvæða á Íslandi upp á masterclass í stjórnun lykilaðgerða (e. Top-Task management) fyrir vefi frá einum færasta sérfræðingnum í faginu, Gerry McGovern. Námskeið Gerry McGovern eru löngu orðin víðfræg um heim allan og henta bæði fyrir ábyrgðarmenn innrivefja, þjónustuvefja, sölu- og markaðssvefja.

Gerry McGovern er af mörgum talinn einn eftirsóttasti fyrirlesari og sérfræðingur í heiminum í stjórnun og framsetningu upplýsinga (e. content management) á vef. Gerrry hefur skrifað fjórar bækur um þessi mál m.a. metsölubækurnar Content Critical og Killer Web Content.

Frá 1996 hefur Gerry skrifað vikulegan pistil sem ber heiti "New Thinking" sem fjallar um bestu aðferðir í stjórnun á "customer-centric" og "task-focused" vefjum.

Meðal viðskiptavina Gerry eru:Cisco, Microsoft, BBC, Wells Fargo, Tetra Pak, IKEA and the OECD
Gerry hefur einnig komið fram í sjónvarpsmiðlum á borð við BBC, CNN, CNBC. Gerry hefur margoft verið útnefndur besti fyrirlesarinn (e. best overall speaker) á fjölmörgum ráðstefnum. Hann hefur haldið fyrirlestra á hundruðum ráðstefna hundrað ráðstefna og haldið námskeiðum í yfir 35 löndum. Nánari upplýsingar um Gerry McGovern er að finna á vef hans