Heilsa kvenna og hormónajafnvægi

Um viðburðinn

Viltu öðlast meira jafnvægi, vellíðan og lífsorku með náttúrulegum aðferðum sem næra og styðja við hormónakerfið þitt á heildrænan hátt? 

Heilsa og líðan okkar kvenna byggir á því að hormónakerfi okkar sé í góðu jafnvægi. Ef það er ójafnvægi á hormónakerfi getum við m.a. fundið fyrir fyrirtíðaspennu, þyngdaraukningu, minni kynlöngun, hitakófum, skapsveiflum og svefnleysi. Með réttum aðferðum er hægt að hafa mikil áhrif á hormónin okkar til hins betra í gegnum lífsstíl okkar og daglegar venjur. 

Með því að hlúa að hormónakerfinu þínu með heilsusamlegu mataræði, sérvöldum bætiefnum fyrir konur og styrkjandi lækningajurtum getur þú komið jafnvægi á hormónakerfi þitt og upplifað meiri vellíðan og bætta heilsu. 

Á námskeiðinu lærir þú að þekkja helstu þætti í umhverfi, lífsstíl og mataræðinu þínu sem hafa truflandi áhrif á hormónana þína ásamt því að fá markviss ráð til að koma jafnvægi á hormónakerfi þitt til frambúðar. Námskeiðið hentar fyrir konur á öllum aldri.

Hormónar 101
Nærandi mataræði fyrir hormóna
Áhrif þarmaflóru og meltingar á hormóna
Tengsl streitu, álags og svefns á hormóna
Styrkjandi bætiefni fyrir konur
Lækningajurtir fyrir jafnari hormón
Lífsstíll, umhverfi og hormón
Hormónavænir drykkir - uppskriftir