Nornaþing

Um viðburðinn

Það verður kyngimagnað Nornaþing á Hendur í höfn föstudagskvöldið 1. nóvember.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Þollóween og að sjálfsögðu klæða allar nornir sig upp, með hatt að eigin vali. Aðrar furðuverur eru einnig velkomnar! 

Sirrý Garðars mun sjá um að kynna dagskrána og halda uppi stuði eins og henni er einni lagið og fram koma:
- Ernuland https://www.facebook.com/ernuland/
- Kyrjukórinn
- Sóley Einars með freyðivíns yoga
- Mæðgurnar Hrönn og Habba segja segja frá því sem þær eru að fást við
- Snillingurinn Guðrún Árný heldur svo uppi stuði fram á nótt. 

Innifalið er freyðivínsglas og lukkunar pamfílar munu vinna óvænta glaðninga! 

Athugið að matur er ekki innifalinn og er nauðsynlegt að panta borð ef hugmyndin er að borða. Borðapantanir á hendurihofn@hendurihofn.is 

Dagskráin hefst kl. 20 og húsið opnar kl. 19.30 fyrir þær sem eiga miða en ekki pantað borð í mat. 

Einnig verða örfáir miðar til sölu á trúbador stemninguna frá kl. 23 þegar Guðrún Árný byrjar að spila. 

Viðburðurinn er einnig nokkurskonar afmælishátíð félagsskapsins Allar konur í Ölfusi sem hefur nú hist á föstudögum yfir vetrartímann í 15 ár. Þar eru allar konur í Ölfusi velkomnar og hvetjum við ykkur til að fylgjast með hittingum á facebook síðu þeirra. (https://www.facebook.com/groups/309953672499292/