Betri sambönd - Námskeið fyrir alla sem vilja leggja grunn að og byggja upp heilbrigt og gott ástarsamband

Um viðburðinn

Námskeiðið "Betri sambönd" verður haldið í Fíladelfíu 16. nóvember 2019. 

Kennarar eru hjónin Theadór Francis og Katrín Þorsteinsdóttir hjá Lausninni en þau hafa getið sér afar gott orð sem hjónabandsráðgjafar á undanförnum árum.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vilja leggja grunn að heilbrigðu og góðu ástarsambandi. 

Á námskeiðinu verður:

- Farið í helstu þætti parasambanda
- Fjallað um algengustu vandamál í parasamböndum og hvernig er best að bregðast við þeim.
- Fjallað um mikilvægi málamiðlunar í samböndum og muninn á málamiðlun og að "láta vaða yfir sig."
- Fjallað er um hvernig bregðast eigi við ágreiningi sem kemur upp í öllum parasamböndum og hvernig leysa má ágreining.
- Námskeiðið hentar bæði fyrir pör og einhleypa. 

Innifalið í verði er hádegisverður og kaffiveitingar.

Námskeiðinu lýkur kl. 15:00.