Fjölskyldu jólahlaðborð Hótel Geysir

Um viðburðinn

Okkur gleður að tilkynna að hin sívinsælu fjölskyldu jólahlaðborð snúa aftur þetta árið. 

Þau verða haldin 14 og 15 desember 2019. 

Skemmtunin hefst í Haukadalsskógi kl. 15:00 þar sem fjörugir jólasveinar taka á móti börnunum og allir njóta yfir ilmandi heitu súkkulaði og trölla pönnukökum. Gestum býðst svo að versla sér jólatré í skóginum.

 Jólahlaðborðið hefst svo kl. 17:00 á Geysir veitingahúsi með fallegri jólatónlist og góðum jólamat. Börnin fá hlaðborðið í sinni hæð og er það  er því mjög aðgengilegt að velja sér kræsingar fyrir börnin. Eftir matinn sameinast allir og við tekur skemmtun þar sem börnin koma saman með ömmum, öfum, mömmum og pöbbum, frænkum, frændum og vinum og allir syngja og dansa saman með jólasveinunum.