Elín Ey og Eyþór Gunnarsson í Mengi

Um viðburðinn

Feðginin Eyþór Gunnarsson og Elín Ey ætla að halda tónleika saman í fyrsta skipti í Mengi 24.október. Eyþór verður við píanóið og hljóðgervla og Elín syngur. Prógrammið verður sambland af tökulögum og lögum af væntanlegri plötu Elínar.

Eyþór Gunnarsson þarf vart að kynna en hann er með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann byrjaði að spila á píanó ungur að aldri. Eyþór er einn af stofnendum og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte. Hann hefur leikið með fremstu djassleikurum landsins og er einn mest hljóðritaði tónlistarmaður í íslenskri djasssögu. 

Elín Ey byrjaði ung að koma fram með gítarinn og hefur síðan þá spilað um allan heim ýmist ein eða með hljómsveit sinni, Sísý Ey sem að hún er í ásamt systrum sínum tveimur og Friðfinni Sigurðssyni. Elín leggur nú lokahönd á breiðskífu sem hún hefur unnið að með bróður sínum, Eyþóri Inga Eyþórssyni.

Húsið opnar kl. 20:30 | Hefst kl. 21:00 | Miðaverð er 2.500 kr.