Black Sabbath - Rokkmessa

Um viðburðinn

X977 & Jack Rocks kynna - Black Sabbath Rokkmessu.

Upplifðu þrumu slagara Black Sabbath á sérstakri Rokkmessu sem haldin verður 1. nóvember næstkomandi á Gauknum.
Það eru 6 ár síðan Black Sabbath rokkmessa var haldin síðast og því löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. 

FLYTJENDUR
Jens Ólafsson (Brain Police) - Söngur
Franz Gunnarsson (Dr. Spock) - Gítar
Flosi Þorgeirsson (HAM) - Bassi
Hallur Ingólfsson (Skepna) - Trommur

Hljómsveitin Thill of Confusion mun sjá um upphitun. Plötusnúður mun taka við að tónleikum loknum.