Iceland Strongest Man Challenge 2019

Um viðburðinn

Hafþór Júlíus Björnsson hefur nánast verið ósgrandi síðustu 2 ár en nú fær hann að mæta Pólverjanum Mateusz Kieliszkowski sem kallaður er “future of Strongman“. Hafa þeir félagar samanlagt unnið flestar keppnisgreinarnar á Sterkasta Manni Heims og Arnold Classic síðustu ár. Þeir leiða saman hesta sína í Reiðhöllinni þann 10. ágúst  ásamt 8 öðrum frábærum keppendum þar sem keppt verður í hefðbundnum aflraunagreinum eins og Sirkushandlóði, Náttúrusteinum og Húsafellshelluburði. 

Ekki missa af þessum einstaka viðburði hér á landi. Þetta er síðasta mótið sem Hafþór keppir á árið 2019.

Við erum á Faceboook Icelands Strongest man Challenge.