Þarf alltaf að vera grín? Lifandi hlaðvarp í Hveragerði

Um viðburðinn

Hlaðvarpið "Þarf alltaf að vera grín?" er í umsjón þeirra Ingólfs, Tinnu og Tryggva en það hefur notið gífurlegra vinsælda. Umræðuefnið getur verið allt á milli himins og jarðar - á mis alvarlegum nótum.

Staðsetningin er enginn tilviljun en Hveragerði er ástkær heimabær Tinnu og Tryggva. Ingólfur er malbiksbarn af völlunum í Hafnarfirði og hræðist Hveragerði og allt sem kemur þaðan. Sestu með okkur í stofuna og fáðu upplifunina beint í æð.

Húsið opnar kl 20.00 og mælum við með því að mæta snemma til að ná góðum sætum.

Miðaverð - 2500 kr
Miði.is