Vísinda- og fræðadagur HSA 2019

Um viðburðinn

Í tilefni afmælisárs hefur HSA ákveðið að opna almenningi árlegan Vísinda- og fræðadag stofnunarinnar enda er jafnan um áhugaverð erindi að ræða sem höfða jafnt til heilbrigðisstarfsfólks og almennings.

Vísinda- og fræðadagur HSA 

fimmtudaginn 23. maí 2019 í Valaskjálf Egilsstöðum frá kl. 09:00 til 15:30.
Húsið opnar kl. 09:00 en dagskrá hefst 09:25.

Viðburðurinn er opinn almenningi en nauðsynlegt er að skrá sig á Miði.is.
Aðgangseyrir er kr. 3.500.- fyrir aðra en starfsmenn HSA.
Síðasti skráningardagur 20. maí nk.

Dagskrá:
· Forseti Íslands flytur ávarp.
· Stiklað á stóru um upphafsár HSA.
· niðurstöður rannsókna starfsmanna HSA; Berglind Andrésdóttir og Þórunn Björg Jóhannsdóttir kynna meistaraverkefni sín.
· Transteymið á BUGL.
· Kynning á möguleikum Heilsuveru.
· Umfjöllun um starfsþrot og kulnun.
· Lífssaga-farsæl öldrun.
· Uppistand.

Léttur hádegisverður og kaffi/te yfir daginn innifalið í verði.

Allir velkomnir.