MA-Hátíð 2019

Um viðburðinn

Hátíðarsamkoman í Íþróttahöllinni 16. júní hefst á fordrykk kl. 18.00. Klukkutíma síðar hringir fulltrúi 25 ára stúdenta skólabjöllunni til að kalla fólk á sal en borðhaldið hefst formlega kl. 19.30.

Veislustjórar eru Svanhildur Hólm Valsdóttir og Sigfús Ólafsson.

Á milli þess sem dýrindis matar og drykkjar verður neytt verða skemmtiatriði á vegum afmælisárganga.

Að borðhaldi loknu hefst ball í umsjón Magna, Matta Matt og Siggu Beinteins ásamt hljómsveit. Afsakið tilveru okkar spilar í pásum. Á efri hæðinni heldur Hermann Arason uppi stuðinu.

Eins árs stúdentar láta hvítu kollana fjúka á dansgólfinu um miðnættið samkvæmt hefð. Ballið stendur svo til klukkan þrjú.

Forsöluverð:
12.900kr. (Afmælisárgangar)
8.900kr.   (Fyrsta árs nemar)
8.900kr.   (Kennarar)
4.500kr.   (Bara á ballið)

Almennt miðaverð (frá og með 1.júní)
13.900kr. (Afmælisárgangar)
9.900kr.   (Fyrsta árs nemar)
9.900kr.   (Kennarar)
4.500kr.   (Bara á ballið)

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna undir Tengt efni hér hægra megin á síðunni.