Qigong lífsorkan fyrir þig - Heilsa, styrkur og gleði

Um viðburðinn

Qi (Chi) er hrein tær orka í allri náttúrunni – frumaflið - lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun.  Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.

Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. 

Vilt þú njóta og læra?
• Að bæta og viðhalda góðri heilsu
• Að anda djúpri slakandi og nærandi öndun
• Að auka orku líkamans, styrk og liðleika
• Að losa um spennu og opna betur á orkubrautir líkamans
• Að efla jákvæðni, samkennd og núvitund
• Að auka sjálfstæði og viljastyrk 

Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu.
Æfingarnar og hugleiðslan eru ein besta leiðin til að viðhalda heilsu og lífsgleði. Þær losa um spennu, næra og styrkja hverja frumu líkamans, ásamt því að tengja okkur sterkt í "Núið".

Meðmæli frá frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta ... ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu".

Umsagnir um líðan í lok námskeiðs: "Himnesk líðan " "Afslappaður í góðu andlegu jafnvægi og jákvæðari " "Algjörlega slakur" 

Viðtöl um Qigong lífsmátann á Rás 1 með Óðni og Birni Þór (frá mín 1:22) http://www.ruv.is/spila/ras-1/morgunvaktin/20190219 - Logi og Hulda https://k100.mbl.is/brot/spila/5737/ 

Dagskráin hefst 12:25 og lýkur 16:55

Verð 14.900 kr. Innifalið í verði eru léttar veitingar yfir daginn. Athuga flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja námskeið. 

Staðsetning: Yogasmiðjan, sjá http://yogasmidjan.is.   Sérstaklega fallegur og góður salur. 

Velkomið er að hafa samband við Þorvald Inga vegna frekari upplýsinga, netfang: thor.ingi.jonsson@gmail.com - sími 899-2430.