Sýningin Lifandi heimili 2019 (fyrir fagaðila markaðarins)

Um viðburðinn

Stórsýningin, LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Höllinni 17. til 19. maí 2019.   Föstudagurinn verður sérstakur fyrirtækjadagur, fyrir fagaðila markaðarins.   (B 2 B)
Sýningin var síðast haldin árið 2017 og fékk frábærar viðtökur.  Yfir 90 sýnendur kynntu þar vörur sínar og þjónustu og mættu um 24.000 gestir.

Sýningunni verður skipt upp í eftirfarandi þemu: 

1. Nútímaheimilið, allt fyrir lifandi heimili, úti sem inni
2. Barnið, sýning fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

Áætlað er að um 26. - 30. þús. manns muni mæta á sýninga og þú vilt ekki missa af þessu tækifæri!  

Leiktæki verða fyrir yngstu kynslóðina og verður frítt í öll leiktæki.

Um er að ræða sölusýningu þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það nýjasta á markaðinum á einum stað og gera í leiðinni góð kaup á vöru eða þjónustu.