Viltu taka betri launaákvarðanir?

Um viðburðinn

Fyrsta námskeið sinnar tegundar fyrir þá sem vilja byggja upp launahús í sínu fyrirtæki og ná betri stjórnun á launaákvörðunum.

Mjög gagnlegt námskeið fyrir alla þá sem fara með launamál í fyrirtækjum til að vinna viðeigandi launastefnu og læra hagnýtar aðferðir til að byggja upp launahús (pay structure).

Þátttakandi fær góð verkfæri til að stýra betur launaákvörðunum hjá fyrirtæki sínu. 

Eftir námskeið munt þú sem þátttakandi öðlast færni til að:

• Setja upp viðeigandi launastefnu fyrir fyrirtækið
•  Byggja upp launahús í tengslum við launastefnu fyrirtækisins (m.a. nýta vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðals)
• Greina samkeppnishæfni launa og þannig taka betri launaákvarðanir fyrir fyrirtækið (t.d. þegar um er að ræða launahækkanir eða ný starfstilboð)

Efnisyfirlit námskeiðsins:

1. Starfskjara- og launastefna
2. Launasetning
3. Smíði launahúsa
4. Stýring, stjórnun og viðhald launahúsa
5. Frammistöðu- og árangurstengd starfskjör

Námskeiðið er haldið tvo morgna og kostar 95.000 kr. Útprentuð námskeiðsgögn fylgja með og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði á þetta gagnlega námskeið.

Leiðbeinendur eru ráðgjafar Intellecta sem er fremst á sviði launa- og starfskjararannsókna. Þeir hafa reynslu af því að aðstoða fyrirtæki við að byggja upp og innleiða launahús. 

Kristinn Freyr Haraldsson, sími 833-9533: netfang: kristinn@intellecta.is
mynd

Kristinn hefur starfað á mannauðssviði við launa- og starfskjaramál hjá alþjóðlegum markaðsleiðandi fyrirtækjum í yfir 18 ár og leiðir launa- og starfskjararáðgjöf Intellecta. Meðal fyrirtækja sem hann hefur starfað hjá eru Actavis/Teva í Sviss, Mercer í Svíþjóð, Glitnir á Íslandi og Medtronic í Sviss og Bandaríkjunum. Kristinn hefur bæði sem sérfræðingur og ráðgjafi komið að launasetningu og launastefnu fyrirtækja, hannað og innleitt launakerfi og árangurshvetjandi launaskipan víða um heim fyrir ólíka starfshópa í ólíkum atvinnu- og iðngreinum. Kristinn er með MA í Human Resources & Industrial Relations frá Carlson School of Management. 

Lydía Ósk Ómarsdóttir, sími 696-1946: netfang: lydia@intellecta.is 
mynd

Lydía er ráðgjafi hjá Intellecta, sérhæfð í rannsóknum og ráðgjöf á sviði launa- og starfskjaramála og hefur unnið með fjölmörgum íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Hún hefur mikla reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna en hún bar ábyrgð á gagnasöfnun hjá Hagstofu Íslands. Lydía hefur einnig reynslu af margs konar verkefnastjórnun og breytingastjórnun. Hún er sálfræðingur að mennt með BA og Cand.psych. próf frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa stundað nám í Stjórnun og stefnumótum og kennt tölfræði í sama skóla.

Athugið að námskeiðið er haldið í tveim hlutum á Hilton Reykjavík Nordica:

Fimmtudaginn 21. mars frá 8:30-12:00
Þriðjudaginn 26. mars frá 8:30-12:00