ALLT ER ÓMÆLIÐ

Um viðburðinn

Þann 22. febrúar 2019 kemur út ALLT ER ÓMÆLIÐ - Ný jazztónlist eftir Tuma Árnason og Magnús Trygvason Eliassen á vínyl.

TVENNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR verða haldnir að því tilefni;
laugardaginn 2. mars & sunnudaginn 3. mars.
Aðgangseyrir á tónleikana eru 2.000 krónur.

Platan er sennilega sú fyrsta í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu sem inniheldur eingöngu dúetta fyrir saxófón og slagverk, en á plötunni má heyra 9 ný verk í flutningi höfunda, bæði forsamin og frjálsa spuna.

Tumi Árnason er saxófónleikari úr Þingholtunum. Hann hefur veitt fjölbreyttum hópi tónlistarfólks liðsinni undanfarin ár. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu, var partur af spunaútgáfunni Úsland Útgáfu, smíðar fyndin jólalög í Purumönnum auk þess að hafa komið fram með og hljóðritað fyrir fjölda tónlistarfólks og hljómsveita.

Magnús Trygvason Eliassen er slagverksleikari frá Vatnsenda og Noregi. Hann hefur meðal annars farið mikinn með hljómsveitum sínum ADHD, amiinu, Moses Hightower og Tilbury. Þess utan hefur þvílíkur aragrúi tónlistarfólks notið þjónustu hans að smíða þyrfti sennilega einhvers konar algrím til að færa það til bókar.