Stefnumót við stjórnendur í meistaramánuð - Nýjar áskoranir

Um viðburðinn

Markmið þessa stefnumóts við stjórnendur og sérfræðinga er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir í stjórnun til árangurs. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi. 

Sérstaklega verða ræddar og leitað svara við spurningum eins og:
·        Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
·        Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
·        Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?

Einfaldar Qigong lífsorkuæfingarnar er ein leið til að losa um spennu, auka jákvæðni og viljastyrk. Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum.   

Fyrirlesari er Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur undanfarin ár haldið námskeið og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Dagskráin hefst með léttum hádegisverði kl. 11:45 og lýkur 13:15
Viðburðurinn fer fram í nýjum fallegum sal GKG golfsskálans við Vífilsstaði.

Velkomið er að hafa samband við Þorvald Inga vegna frekari upplýsinga og óska eftir fyrirtækjaheimsókn. Netfang: thor.ingi.jonsson@gmail.com - sími 899-2430.