Nærandi hreinsun, orka og vellíðan

Um viðburðinn

Viltu stöðuhækka heilsuna þína og styðja við hreinsun líkamans á heilbrigðan hátt?
Þarftu að hressa upp á orkuna og meltinguna?
Gefðu líkamanum tækifæri á að endurnýja sig á nærandi og fjölbreyttu fæði án allra öfga.

Hreinsunin byggir á heilnæmu fæði ásamt kröftugum jurtum og bætiefnum sem styðja við afeitrunarstarfssemi og almenna hreinsun líkamans með sérstakri áherslu á að örva starfssemi lifrar og þarma. Hreinsunin stendur yfir í 10 daga.

Innifalið:

* Upphafsfundur og lokafundur
* Aðgangur að lokaðri fb grúppu
* Dagleg hvatning, uppskriftir, ráð og stuðningur
* Lífrænar spírur tveir stórir kassar til að nota í hreinsuninni
* Full máltíð á upphafsfundi og hollustu smakk á lokafundi
* Vegleg gögn með fróðleik, uppskriftum og innkaupalista
* Gjafapoki með heilsuvörum
* Máltíðarplan 

Upphafsfundur miðv 20.feb kl 19-21
Lokafundur fim 28.feb  kl 19-20.30

Verð: 18.900 kr 

Ásdís grasalæknir er nú flestum kunn og er með áralanga þekkingu og reynslu á þessu sviði ásamt menntun í grasalækningum. Hún hefur kennt fólki hvernig eigi að hreinsa líkamann á hreinu mataræði í mörg ár og farið með fleiri hundruð manns í gegnum hreinsun bæði á eigin vegum á sínum námskeiðum og eins verið með fjölmarga hópa í hreinsun á Heilsuhóteli Íslands.

Þuríður hefur undanfarin 7 ár unnið við innflutning og sölu á heilsuvörum og lífrænum matvælum ásamt því að hafa sótt ótal námskeið, nú síðast 3 vikna detox námskeið á eina af virtustu heilsustofnun í Bandaríkjunum sem kallast Hippocrates Health Institude.